http://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/IMG_7823.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/IMG_7823.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/IMG_7823.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/IMG_7823.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/IMG_7823.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/IMG_7823.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/IMG_7823.jpgFréttatilkynning frá körfuknattleiksdeild Snæfells

Fréttatilkynning frá körfuknattleiksdeild Snæfells

Ágætu Snæfellingar

Við undirritaðir viljum þakka góðan stuðning við störf okkar hjá kkd Snæfells. Stuðningur ykkar er okkur gríðarlega mikilvægur og í raun undirstaðan fyrir áframhaldandi metnaði í öllum okkar verkefnum
Er einhvers virði að hafa öflugt íþróttastarf í samfélagi eins og Stykkishólmi ? Við sem stöndum í framvarðarsveit félagsins erum þeirrar skoðunar að slíkur valmöguleiki fyrir unga sem eldri sé af hinu góða og sú fullvissa drífur okkur áfram, endalaust.

Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þann 12. júní s.l. að þá hefur Ingi Þór Steinþórsson ákveðið að halda í Vesturbæinn, en einmitt þangað sóttum við hann sumarið 2009. Sem þjálfari hefur Ingi Þór skilað ótrúlegum árangri og einmitt þess vegna hafa fjölmörg félög sótt að honum á hverju vori hingað til – það segir ýmislegt hvað við höfum verið að gera !

Við gætum skrifað heila bók um árangur Snæfells á þessum árum frá því að Ingi mætti á svæðið hvort sem er hjá hinum yngri sem og þeim eldri en við munum gera þeim árangri betri skil síðar. Með Inga Þór starfaði einnig Gunnlaugur Smárason. Honum þökkum við einnig frábær störf en hann ákvað á vordögunum að snúa sér að öðrum spennandi verkefnum og hvíla meistaraflokksþjálfun í bili.

Með bréfkorni þessu viljum við færa ykkur þau gleðitíðindi að þegar hefur verið gengið frá öllum þjálfaramálum og hafa þeir Snæfellingarnir Ingi Þór og Sigurður G. Hjörleifsson, umboðsmaður verið okkur innan handar og færum við þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina.

Meistaraflokkar Snæfells
Karlar
Vlaldimir Ivankovic, þjálfari frá Króatíu verður aðalþjálfari.
Darrel Flake verður spilandi aðstoðarþjálfari.
• Konur
Baldur Þorleifsson, aðalþjálfari.
Vlaldimir Icankovic, aðstoðarþjálfari

Yngri flokka þjálfarar
• Kristen McCarthy, mun þjálfa yngri flokka ásamt því að leika með Snæfell.
• Katarina Matijosie, mun þjálfa yngri flokka ásamt því að leika með Snæfell.
• Aníta Bergþórsdóttir, nemi
• Gísli Pálsson, íþróttakennari.
• Vladimir Ivankovic, íþróttafræðingur og þjálfari.
• Darrel Flake, þjálfari

Kæru stuðningsmenn, styrktaraðilar sem og velunnarar Snæfells

Eins og þið sjáið að þá er áfram sem hingað til gríðarlegur metnaður í öllum okkar störfum og við ætlum okkur áfram að vera í hópi þeirra bestu – þar vilja Snæfellingar vera.

Við þyggjum alla aðstoð og biðjum fólk um að hafa samband við undirritaða EF þið hafið tíma og áhuga á að vera með – það eru ótal verkefni í boði.

Þá vantar okkur einnig vinnu fyrir hugsanlega leikmenn, konur sem karla þ.e. aðra þá en hér að ofan eru taldir því nú hafa orðið breytingar á reglum KKÍ með fjölda erlendra leikmanna í hverju liði.

Bestu kveðjur og ÁFRAM SNÆFELL

Stykkishólmi í júní 2018
Jón Þór Eyþórsson, formaður yngri flokka Snæfells
Gunnar Svanlaugsson, formaður mfl. Snæfells