Þríþrautadeild

Sunnudaginn 1. júlí nk. verður fyrsta þríþrautarkeppnin haldin hér í Hólminum þegar 3SNÆ heldur svokallaða sprettþraut eins og sagt var frá í síðasta blaði Stykkishólmspóstsins.

Keppnin hefst kl. 9:30 í sundlaug Stykkishólms þar sem keppendur synda 400m, hlaupa svo út á skiptisvæðið, sem staðsett verður á svæðinu milli íþróttamiðstöðvar og skóla, og hjóla þaðan upp að Helgafells afleggjara og til baka samtals 10km og að endingu verður hlaupinn hringur í bænum sem mælist 2,7km (frá grunnskóla, Borgarbraut, Skúlagötu, Austurgötu, Hafnargötu, Silfurgötu, Aðalgötu upp að upplýsingaskilti þar sem er snúið og svo Aðalgötu, Borgarbraut og í mark!).

Hólmarar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á staðinn og hvetja keppendur, bæði í sundinu og einnig í hjóla- og hlaupalegg. Þar sem þetta er sprettþraut þá ættu langflestir að ljúka keppninni á kannski 40-70mínútum, þannig að það er um að gera að mæta tímanlega og fylgjast með frá upphafi. Sjá kort af hjólaleið og hlaupaleið www.snaefell.is.

Keppnin er öllum opin (líka Hólmurum sem ekki eru í þríþrautadeild J ) og skráning er hafin á www.hlaup.com undir úrslit/forskráning, þátttökugjald kr. 2.000. Nánari upplýsingar gefur undirrituð en einnig má finna upplýsingar í skráningarflipa á hlaup.com.

Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. Sæti í tveimur aldursflokkum karla og kvenna og er fjöldi veglegra vinninga, auk útdráttarverðlauna.

Undirrituð vill að endingu nota tækifærið og þakka fyrirtækjum í Stykkishólmi og öðrum styrktaraðilum fyrir jákvæðar móttökur og veittan stuðning.

Með þríþrautarkveðju,

Íris Huld Sigurbjörnsdóttir,

formaður 3SNÆ

p.s. áfram er óskað eftir sjálfboðaliðum til að starfa á skiptisvæði, við brautargæslu o.s.frv. – áhugasamir hafi samband við Írisi í gsm 847-0229 eða netfang irishuldsig@simnet.is

3snae_hjolaleid
3snae_hlaupaleid