Snæfell – Skallagrímur nk. föstudag

Jæja, þá er sumarið loksins búið og körfuboltaþyrstir bæjarbúar munu fá að svala þorsta sínum nk. föstudagskvöld þegar úrvalsdeildarlið Snæfells og Skallagríms mætast í æfingaleik. Leikurinn fer fram í Fjárhúsinu, heimavelli Snæfells, og hefst kl.19:00.

 

 

 

 

 

Jæja, þá er sumarið loksins búið og körfuboltaþyrstir bæjarbúar munu fá að svala þorsta sínum nk. föstudagskvöld þegar úrvalsdeildarlið Snæfells og Skallagríms mætast í æfingaleik. Leikurinn fer fram í Fjárhúsinu, heimavelli Snæfells, og hefst kl.19:00.

 

Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Snæfells frá síðastliðinu vori. Helgi Reynir hefur ákveðið að taka sér frí frá boltanum og þökkum við honum fyrir þann tíma sem hann hefur gefið klúbbnum og óskum honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Einnig er ljóst að Magni mun lítið spila með liðinu til að byrja með af persónulegum ástæðum.

 

Hins vegar hefur danskur leikmaður, Anders Katholm, gengið til liðs við félagið. Katholm er 28 ára miðherji, 202 cm á hæð og gríðarlega reyndur leikmaður. Hann á vafalaust eftir að styrkja liðið mikið.

 

Æfingahópurinn okkar í dag telur um 16 leikmenn og er mikið af ungum og efnilegum strákum að koma sterkir upp. Því verður gaman að sjá á föstudaginn hverjir eru tilbúnir í slaginn.

 

Sjáumst á föstudaginn.