Enginn þjálfari = engar æfingar nema hjá 8. 9. 10. bekk og 2. fl ka og kv

Jæja þá er allt að komast í fastar skorður á ný, skólinn byrjaður og fleiri íþróttir en fótbolti að byrja.

Í Stykkishólmi byrjaði körfuboltatímabilið hjá yngri flokkunum í dag með tveggja tíma æfingu og þá fengu krakkarnir afhenta æfingatöfluna. Þar er búið að taka frá tíma í húsinu fyrir fótboltann á fimmtudögum og reiknað með útiæfingum á þriðjudögum.

En vandamálið í fótboltanum og reyndar frjálsunum líka er,  að það hefur enginn þjálfari fengist til starfa !!!  Svo það  liggur beint við að það verða engar æfingar á meðan svo er, nema fyrir 8.  9.  10. bekk og 2 flokk ka og kv.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu hörmulegt þetta ástand er og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við Guffý í síma 897-8513 sem allra fyrst.