Síðasti leikur U-17 og Brynjars Gauta

Ísland lék á móti Litháen í gær og vann leikinn 1 – 0. Það var Ólafur Karl Finnsen úr Stjörunni sem skoraði en hann og Bryjar Gauti eru þeir einu í liðinu sem eru 15 ára. 

Brynjar Gauti var í byrjunarliðinu og spilaði nú stöðu miðvarðar, þar sem að einn fékk rauða spjaldið í síðasta leik. Brynjar lék allan leikinn og lét vel af sér eftir hann, var mjög kátur með að þeir skyldu sigra í síðasta leiknum og þar með enduðu þeir í 3. sæti.
Á eftir leiknum var fundur hjá liðinu og þar fengu nýliðarnir, nýliðamerki og jafnframt fékk Brynjar að vita það að hann var valinn maður leiksins í leiknum gegn Ísrael !  Flott !!!

Þeir enduðu sem sagt í 3. sæti í riðlunum og komast því ekki upp úr honum, þannig að nú tekur bara við langt ferðalag heim, þeir leggja af stað frá Serbíu kl. 10,  millilenda í London og koma til Íslands um miðnætti.

 

Þá er þessu mikla ævintýri lokið en við óskum Brynjari Gauta enn og aftur INNILEGA TIL HAMINGJU með þennan frábæra árangur og hlökkum til að fá hann heim.