Samstarfið í fótboltanum: uppgjör sumarsins

Snæfellsnes samstarfið í fótbolta hélt uppskeruhátið sumarsins 24. okt sl. en samstarfið hefur nú staðið í 1 ár. Um 150 krakkar mættu á uppskeruhátíðina og skemmtu sér hið besta. 

Í upphafi samstarfsins var byrjað á því að hanna og kaupa nýja keppnisbúninga. Einnig var ákveðinn sameiginlegur utanyfirgalli.

[mynd] 

Farið var í áheitahlaup frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur í vor til að fjármagna samstarfið og greiða niður mótagjöld og ferðakostnað. Einstaklingar og fyrirtæki brugðust mjög vel við og kunnum við þeim bestu þakkir, því án peninga hvorki förum við né gerum mikið.

 

Mótin sem farið var á þetta árið voru:

 

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs:

Við sendum 16 lið til keppni. 3 lið urðu í 1. sæti, 1 lið varð í 2. sæti og 6 lið urðu í 3. sæti.

 

Íslandsmótið innanhúss

Við sendum 8 lið til keppni. 3 lið urðu í 3. sæti, 3 lið í 4 sæti, og 2 lið í 5. sæti.

Ekkert liðið spilaði því til úrslita.

 

Faxaflóamót fyrir 3. og 4. flokk karla

Liðin urðu í 4. og 5. sæti í sínum riðlum.

 

Íslandsmótið í sumar

Við sendum 13 lið til keppni. 2 lið urðu í 1. sæti í sínum riðli, 2 lið í 2. sæti og 1 lið í 3 sæti.

5. fl ka B-lið varð í 1. sæti í sínum riðli en hjá 5 fl gildir sameiginlegur árangur A og B liða en samanlagt varð liðið í 3. sæti.

6. fl ka B varð í 1. sæti í sínum riðli og var eina liðið okkar sem keppti til úrslita á þessu sumri, þannig að framtíðin lofar góðu ! Þeir urðu í 7. sæti í úrslitakeppninni.

 

Smábæjarleikarnir á Blönduósi

Við sendum 12 lið til keppni. 3 lið urðu í 1. sæti, 1 lið í 2. sæti og 1 lið í 3. sæti.

 

Unglingalandsmótið á Höfn í Hornafirði

Við sendum 6 lið til keppni. 5. fl kv og 3. fl ka urðu í 2 sæti.

Og við áttum þátt í að koma aftur heim með Fyrirmyndarbikarinn.

 

Króksmót

Við sendum 3 lið til keppni. 6. fl ka B varð í 2. sæti.

 

Pæjumót

Við sendum 2 lið til keppni. 6. fl kv varð í 5. sæti í A-úrslitum og 7. fl kv varð í 2. sæti í B-úrslitum.

 

 [mynd]

 

 

 

Á uppskeruhátíðinni fengu allir í 6. og 7. flokki afhentan verðlaunapening.

 

Í öðrum flokkum voru einstaklingsverðlaun og þau hlutu:

5. fl kvenna B

-markahæst á Íslandsmótinu: Guðrún Ösp Ólafsdóttir

-mestu framfarir: Irma Gunnþórsdóttir

-leikmaður ársins: Gestheiður Sveinsdóttir

 

5 .fl kvenna A

-markahæst á Íslandsmótinu: Elín Ósk Jónasdóttir

-mestu framfarir: Telma Kristinsdóttir

-leikmaður ársins: Guðrún Halla Friðjónsdóttir

 

5. fl karla B

-markahæstur á Íslandsmótinu: Vignir Snær Stefánsson

-mestu framfarir: Óttar Sigurðsson

-leikmaður ársins: Vignir Snær Stefánsson

 

5. fl karla A

-markahæstur á Íslandsmótinu: Arnar Þór Hafsteinsson

-mestu framfarir: Sigurbjörn Bjarnason

-leikmaður ársins: Arnar Þór Hafsteinsson

 

 

4. fl kvenna

-markahæst á Íslandsmótinu: Erna Katrín Gunnarsdóttir

-mestu framfarir: Rebekka Heimisdóttir

-leikmaður ársins: Heiður Björk Óladóttir

 

4. fl karla

-markahæstur Íslandsmótinu: Alfreð Hjaltalín

-mestu framfarir: Magnús Hjálmarsson

-leikmaður ársins: Ólafur Illugason

 

3.fl kvenna

-markahæst á Íslandsmótinu: Jóhanna Steinþóra Gústafsdóttir

-mestu framfarir: Sonja Sigurðardóttir 

-leikmaður ársins: Jóhanna Steinþóra Gústafsdóttir

 

3.fl karla

-markahæstur Íslandsmótinu: Brynjar Kristmundsson

-mestu framfarir: Dominic Bajda

-leikmaður ársins: Brynjar Gauti Guðjónsson

 

2.fl karla

-markahæstur á Íslandsmótinu: Brynjar Kristmundsson

-mestu framfarir: Þorsteinn Már Ragnarsson

-leikmaður ársins: Fannar Hilmarsson

 

Tveir leikmenn Snæfellsness hafa verið á landsliðsæfingum hjá U-17 landsliðinu, þeir Brynjar Gauti Guðjónsson og Brynjar Kristmundsson, þrátt fyrir að vera báðir á yngra ári. Brynjari Gauta tókst að komast í U-17 ára landsliðið og spilaði þrjá leiki með U-17 úti í Serbíu, þar sem hann var td valinn maður eins leiksins.

Brynjar Gauti fékk viðurkenningu fyrir fyrsta landsleikinn.

 

[mynd]

Um 150 krakkar m
</p>
</div>
            <div class= Deila