Snæfell sigraði Hamar

Snæfellingar unnu sinn annan deildarleik í röð þegar þeir sóttu Hamar heim á föstudaginn. Hamarsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn, en Snæfellingar gáfust aldrei upp og unnu góðan 7 stiga sigur 70-77. Atkvæðamestir í liði Snæfells voru Justin (26 stig, 7 stoðsendingar), Siggi (16 stig). Hins vegar vakti hvað mesta athygli framistað Árna Ásgeirssonar, sem barðist eins og ljón á báðum endum vallarins og skoraði gríðarlega mikilvægar körfur undir lok leiks. Símon B Hjaltalín, nýr fréttaritari Snæfells hjá karfan.is, var á leiknum og má finna umfjöllun hans um leikinn hér. Eftir leikinn er liðið í 6 sæti deildarinnar og getur komist upp í 4-5 sæti með því að sigra Tindastól á fimmtudaginn. Staðan í deildinni.