Fjölnir lagði Snæfell í slökum leik

Það er fátt uppörfandi hægt að segja um leik Snæfells í kvöld gegn Fjölni, þar sem liðið tapað 59-73. Andleysi og áhugaleysi leikamanna var algjört og sjaldan sem stuðningsmenn liðsins hafa verið jafn óánægðir með framistöðu þess. Það er alveg ljóst að hver einn og einasti leikmaður verður að fara í alvarlega naflaskoðun, því enginn þeirra sem steig inn á völlinn var tilbúinn til að spila. Það bíður Geof þjálfara stórt verkefni að gera liðið klárt fyrir næsta leik, sem er í bikarnum gegn Haukum. Því með svona hugarfari förum við ekki langt í vetur. Textalýsingu frá leiknum má nálgast á heimasíðu Stykkishólmspóstsins. Tölfræði leiksins er hér.