Snæfell áfram eftir stórsigur á Þór

Snæfell átti stórleik fyrir norðan í kvöld þegar liðið sótti Þór Akureyri heim í 16 liða úrslitum Lýsingarbikarsins. Lokatölur urðu 74-106. Þriggja stiga nýting Snæfells var ótrúleg þar sem 13 af 18 skotum fóru ofan í sem gerir 72,2%. Snæfell leiddi allan leikinn örugglega og var munurinn mestur 36 stig í 3. leikhluta. Allir leikmenn liðsins spiluðu og skiluðu sínu hlutverki með sóma.

Snæfell átti stórleik fyrir norðan í kvöld þegar liðið sótti Þór Akureyri heim í 16 liða úrslitum Lýsingarbikarsins. Lokatölur urðu 74-106. Þriggja stiga nýting Snæfells var ótrúleg þar sem 13 af 18 skotum fóru ofan í sem gerir 72,2%. Snæfell leiddi allan leikinn örugglega og var munurinn mestur 36 stig í 3. leikhluta. Allir leikmenn liðsins spiluðu og skiluðu sínu hlutverki með sóma.

 

Úrslitin eru ekki síst frábær fyrir þær sakir að aðeins 8 leikmenn fóru í leikinn. Nonni, Svenni og Árni eru meiddir, Magni er í próflestri og Atli og Bjarni eru með flensu. Að auki fékk Guðni flogakast í 1. leikhluta og gat því ekki leikið það sem eftir lifði leiks. Það er greinilegt að leikmenn láta mótlætið ekki á sig fá og verða bara sterkari við hverja raun.