ÍR-Snæfell í kvöld kl.19:15

Í kvöld sækir Snæfell ÍR heim í Seljaskólann. Þetta er síðasti leikurinn fyrir jól og verður pottþétt barist upp á líf og dauða. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í vetur, en virðast vera að rétta úr kútnum. ÍR-ingar hafa fengið Nate Brown til liðs við sig á ný og virðist hann vera að blása nýju lífi í Breiðhyltinga. Fyrir leikinn er Snæfell í 6.-7. sæti deildarinnar með 8 stig, en ÍR er í 8.-11. sæti með 6 stig. Þetta er því 4 stiga leikur fyrir okkar menn og með sigri getum við komið okkur örugglega í efri hluta deildarinnar, þar sem við eigum að sjálfsögðu að vera. Við hvetjum alla stuðningsmenn Snæfells til að flykkjast í Seljaskólann í kvöld og styðja okkar menn til sigurs.

Áfram Snæfell!