Siglingadeild Snæfells – krakkar kenna foreldrum siglingafræðin

Undanfarnar tvær vikur hefur staðið yfir siglinganámskeið hjá Siglingadeildinni í Stykkishólmshöfn og hefur þátttaka verið með eindæmum góð, jafnvel á stundum of mikil! Mikið fjör hefur verið hjá krökkunum sem lent hafa í ýmsu og flest í sjónum. Námskeiðinu lauk í gær og var þá ákveðið að krakkarnir sem tóku þátt í námskeiðnu byðu foreldrum sínum að sigla með sér og kenndu þeim að sigla. Stefnt er að því að hóa saman hópnum, með foreldrum, laugardaginn 25. júlí n.k.

Til að hægt verði að sigla, má vindurinn ekki vera meiri en 5 m/s þennan dag. Þannig að þegar nær dregur og veðurspá liggur fyrir verður hægt að sjá hvort af verður á laugardeginum eða jafnvel sunnudeginum. Fylgist með!

Óhætt er að segja að margir krakkarnir hafi lært mikið og tekið sín fyrstu siglingaspor á námskeiðinu á meðan aðrir koma aftur eftir námskeiðið í fyrra. Talsvert hefur einnig verið um gesti á námskeiðinu og jafnvel bregður fyrir erlendum tungum þarna í hópnum. Svo það má segja að krakkarnir læri líka dáldið í tungumálum – því þau er öll jafningar á sjónum.

Til stendur að fá þjálfara áður en sumri lýkur til að þjálfa okkar lengst komnu siglingamenn í siglingakeppni og aldrei að vita nema að þá verði dregin fram eitthvað stærri farkostur en Topperarnir!

Kennarar og starfsmenn námskeiðsins í sumar hafa verið Tryggvi Flateyingur (Pétur sterki), Gubbi (Guðbrandur Björgvinsson frumkvöðull og formaður), Benedikt (Bensi) Óskarson og Símon Karl Sigurðarson – báðir miklir siglingakappar og eldri en tvævetur í bransanum.