Snæfell á Vesturlandið skuldlaust.

Snæfell átti ekki í miklum vandræðum með Skallagrím í vesturlandsslagnum og sigraði 104-62. Það sem skóp bilið milli liðanna voru yfirburðir Snæfells í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir brutu niður allt sem Skallagrímur hafði hug á að gera. Eftir að hafa leitt leikinn framan af með 10 stigum og leikurinn verið svolítið vélrænn og ekkert „Derby-legur“ þá ákváðu Snæfellsmenn að nóg væri komið og tími til að klára þetta snemma. Í leikhlé var staðan 43-34 fyrir Snæfell. Eftir stórleik strákanna í þriðja með golden moments frá Sigga, Atla og flautuþrist frá Gulla þá voru úrslitin ráðin, þó tölurnar væru það ekki en eftir fjórða hluta þar sem allir fengu að spreyta sig í báðum liðum endaði leikurinn 104-62 og Snæfell skorar í fyrsta sinn á tímabilinu yfir 100 og á Vesturlandið skuldlaust.