Sameiginlegt lið í drengjaflokki sigraði örugglega

Sameiginlegt lið Snæfells og Skallagríms léku í kvöld gegn Valsmönnum sem tefldu fram ungu liði.  Leikurinn varð aldrei spennandi en staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-8 og í hálfleik 52-16.  Allir leikmenn fengu góð tækifæri til að láta ljós sitt skína.  Það var sama hver kom inná hjá Snæfell/Skallagrím liðið bætti við forystuna allan leikinn og leiddu 73-18 eftir þrjá leikhluta.  Lokatölur voru 100-38.   Sigur í fyrsta leik hjá liðinu og verður fróðlegt að sjá samstarf þessara tveggja liða í vetur.  Stigaskor leikmanna og tölfræði er að finna hér:  Leikurinn var í lifandi tölfræði og vonumst við til að allir drengjaflokksleikir geti orðið það í vetur.
  Stigahæstur var Egill Egilsson með 24 stig, 6 fráköst og 5 stolna, en drengurinn var með gríðarlega góða skotnýtingu.  Næstur kom Sigurður Þórarinsson með tvöfalda tvennu 17 stig og 11 fráköst.   Næsti leikur hjá strákunum er gegn Fjölnisstrákunum miðvikudaginn 14. október klukkan 21:30 í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum.   IÞS