Súlknaflokkur sigraði í fyrstu umferð (umfjöllun)

Sex stelpur lögðu leið sína til Njarðvíkur um helgina og léku þar í A-riðli stúlknaflokks.  Kristján og Inga keyrðu stelpurnar suður og voru með þeim alla helgina. 

 

Fyrsti leikurinn var gegn íslandsmeisturum Keflavíkur og var Björg atkvæðamikil strax í upphafi en hún skoraði sex af tíu stigum Snæfells.  Keflavík leiddu eftir fyrsta leikhluta 15-10 en þær náðu góðri forystu 25-14 og 30-19 um miðjan annan leikhluta.  Hrafnhildur Sif og Björg Guðrún voru atkvæðamiklar í lok fyrri hálfleiks og leiddu Kelfavík 32-26 í hálfleik.

Sex stelpur lögðu leið sína til Njarðvíkur um helgina og léku þar í A-riðli stúlknaflokks.  Kristján og Inga keyrðu stelpurnar suður og voru með þeim alla helgina. 

 

Fyrsti leikurinn var gegn íslandsmeisturum Keflavíkur og var Björg atkvæðamikil strax í upphafi en hún skoraði sex af tíu stigum Snæfells.  Keflavík leiddu eftir fyrsta leikhluta 15-10 en þær náðu góðri forystu 25-14 og 30-19 um miðjan annan leikhluta.  Hrafnhildur Sif og Björg Guðrún voru atkvæðamiklar í lok fyrri hálfleiks og leiddu Kelfavík 32-26 í hálfleik.

 

Í þriðja leikhluta byrjuðu Snæfellsstelpurnar mjög vel og skoruðu 11 stig gegn 2 og leiddu 34-37.  Keflavík náðu hinsvegar að ná forystu 48-43 sem var staðan eftir þrjá leikhluta.  Berglind Gunnars var drjúg í lokaleikhlutanum og skoraði 8 af sínum 14 stigum og sýndi mikið öryggi á vítalínunni.  Hrafnhildur Sif janfaði leikinn með frábærum þrist 48-48 og kom Björg Guðrún Snæfell yfir 50-55 með þriggja stiga körfu.  Það var svo Hrafnhildur sem toppaði frábæran leik sinn með því að setja niður þrjú vítaskot niður eftir að brotið hafði verið á henni í þriggjastigaskoti á lokasekúndu leiksins.

 

Stigaskor Snæfells: Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 21 stig, Björg Guðrún Einarsdóttir 21, Berglind Gunnarsdóttir 14 og Hildur Björg Kjartansdóttir 2.  Gerður Kristjánsdóttir og Sesselja Pálsdóttir stóðu fyrir sínu en náðu ekki að skora.

 

Líkt og stelpurnar voru magnaðar gegn Keflavík voru þær einbeitingarlausar gegn Haukum í næsta leik.  Leikurinn mjög jafn í fyrsta leikhluta en Haukar voru alltaf einu skrefi á undan, leiddu 11-9 eftir fyrsta leikhluta.  Í öðrum leikhluta eftir að Berglind hafði komið Snæfell yfir 13-15 skoruðu Haukastúlkur 11-0 og leiddu 24-15.  Berglind náði að laga stöðuna fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 24-17.

 

Hrafnhildur og Berglind fóru fyrir sóknarleik Snæfells sem var ekki uppá marga fiska og tapaðir boltar fleiri en skot á körfu.  Varnarleikurinn small saman í þessum leikhluta og skoruðu Haukastúlkur ekki nema 5 stig gegn 10 hjá Snæfell og staðan 29-27 eftir þrjá leikhluta.  Haukar með Dagbjörtu í fararbroddi komust mest sex stigum yfir í leikhlutanum.  Barátta Snæfellsstúlkna skilaði þeim framlengingu þegar að Hrafnhildur Sif skoraði jöfnunarkörfu í blálokin af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.  Björg Guðrún fékk sína fimmtu villu á lokakaflanum og lék því ekkert í framlengingunni.

 

Í framlengingunni voru það Haukar sem skoruðu þrjár körfur gegn engri Snæfells og sigruðu 43-37.   Stelpurnar lærðu margt af þessum leik og ætla sér að nota það í framtíðinni.

 

Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 23 stig, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 10 og þær Björg Guðrún Einarsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir 2 stig hvor.  Gerður Kristjánsdóttir og Sesselja Pálsdóttir léku en náðu ekki að skora.

 

Á sunnudeginum léku stelpurnar gegn KR og var aldrei spurning hvernig sá leikur færi, Snæfellsstúlkur með Berglindi grimma í stigaskorun réðu leiknum allsstaðar á vellinum og voru 5-18 yfir eftir fyrsta leikhluta.  Þær héldu áfram að bæta við og skoraði Gerður Kristjáns þrjú stig í leikhlutanum og Snæfell leiddu 36-19 í hálfleik.  KR-stúlkur leystu maður á mann vörn Snæfellsstúlkna mjög vel með Heiðrúnu Kristmunds í farabroddi og minnkuðu muninn um þrjú stig í leikhlutanum, staðan 47-33.  Þrettán stig frá Berglindi í fjórða leiklhluta var meira en KR náði að yfirstíga og lék liðið mjög vel saman.  Hrafnhildur og Hildur voru grimmar í fráköstunum, Gerður og Sesselja stóðu vaktina gríðarlega vel.  Björg Guðrún sýndi góða stjórnun í leiknum en hefur mikið svigrúm til að bæta sig.

 

Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 32 stig, Björg Guðrún Einarsdóttir 11, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 10, Gerður Kristjánsdóttir 5 og Sesselja Pálsdóttir 1.

 

Lokaleikurinn var gegn heimastúlkum í Njarðvík.  Svæðisvörnin í byrjun var skotin á kaf af ÍnuMaríu hjá Njarðvík sem skoraði 7 stig og leiddu Njarðvík 10-4 eftir tvær mínútur.  Snæfell breyttu í maður á mann og minnkuðu muninn í 14-13 áður en fyrsta leikhluta lauk.  Njarðvík bættu við forystuna og leiddu 20-14 um miðjan leikhluta og 24-22 í hálfleik.  Baráttan var góð í Snæfellsliðinu og voru þær oft á tíðum að fara illa með stórgóð tækifæri. 

 

Mikil spenna og barátta var í þriðja leikhluta og komust Snæfell yfir í fyrsta skipti 31-32 með vítaskotum frá Hrafnhildi Sif.  Eftir það náðu stelpurnar fjögurrastiga forystu 34-38 eftir þrjá leikhluta og voru hungraðar í sigur sem þýddi að þær myndu sigra fjölliðamótið.  Fjórði leikhluti var eign Snæfells þar sem varnarleikurinn var magnaður, Njarðvík skoruðu fjögur stig gegn 25 og lokatölur 38-63.  Berglind Gunnarsdóttir fór hamförum í þessum leik, hún hélt Ínu Maríu algjörlega niðri í leiknum og skoraði hún einungis tvö stig eftir varnarbreytinguna í upphafi leiksins.  Berglind bætti svo 41 stigi við og átti alveg skínandi leik.

 

Frábær liðsheild og magnað að sjá sex stelpur ná að halda út heilt fjölliðamót og á hópurinn hrós skilið fyrir þá elju sem þær sýndu á mótinu.  Þær áttu skilið að sigra fjölliðamótið og nú er bara að nota mótið og spýta enn frekar í lófana.  Í liðið vantaði Ellen Högna sem var vant við látinn en mun vera klár í slaginn helgina 14.-15 nóvember þegar að önnur umferðin fer fram.

 

Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 41 stig, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 11, Hildur Björg Kjartansdóttir 9, Björg Guðrún Einarsdóttir 4.  Gerður Kristjánsdóttir og Sesselja Pálsdóttir spiliðu vel og voru liðinu mjög dýrmætar.

 

Liðið þarf að halda áfram að bæta sig og vera enn betur klárar í slaginn þegar önnur umferðin fer áfram.