Snæfell sprakk í seinni hálfleik í Keflavík

Leikurinn byrjaði í nettum hægagangi og voru bæði lið sóknarþung en ekki með sóknarþunga og vörnin sett til höfuðs sókninni. Þegar leið á fyrsta hluta fór mönnum aðeins að hlýna og smá hraði fór að komast í leikinn. Liðin voru þau alveg hnakka í hnakka eins og það er kallað og voru mjög jöfn. Liðin  voru bæði að tapa og stela boltum á víxl sem gerði þetta allt voða skemmtilegt. Snæfell var þó að bæta í varnarlega og áttu fráköstin seinni hlutann og leiddu 21-23 eftir fyrst fjórðung.

Leikurinn byrjaði í nettum hægagangi og voru bæði lið sóknarþung en ekki með sóknarþunga og vörnin sett til höfuðs sókninni. Þegar leið á fyrsta hluta fór mönnum aðeins að hlýna og smá hraði fór að komast í leikinn. Liðin voru þau alveg hnakka í hnakka eins og það er kallað og voru mjög jöfn. Liðin  voru bæði að tapa og stela boltum á víxl sem gerði þetta allt voða skemmtilegt. Snæfell var þó að bæta í varnarlega og áttu fráköstin seinni hlutann og leiddu 21-23 eftir fyrst fjórðung.

 

Sigurður Þorvalds hafði Rashon Clark svo til í vasanum framan af en hann komst hægt inn í leikinn og átti svo skemmtilega takta þegar hann lagðist á boltann inn í teig og bað um leikhlé á fullu en Björgvin Rúnars dómari varð ekki við þeirri beiðni samkvæmt Evrópskum reglum.

Keflavík var þó að herða sig í vörninni þó þeir hafi ekkert verið slæmir fyrir en voru einbeittari og komust yfir 35-34 og svo 37-34 eftir jafnan leik liðanna þar sem harkan færðist í leikinn en munurinn var þó aldrei meiri en 4 stig. Keflavík hélt forystunni naumt og var yfir 43-42 í hálfleik.

 

Í hálfleik var hjá Keflavík Rashon Clark kominn með 10 stig og 6 frák. Sverrir kom sprækur inn og hafði sett 9 stig og Þröstur Leó 8 stig.

Hjá Snæfelli var Emil Þór kominn með 13 stig og 5 frák. Pálmi og Sigurður 10 stig hvor. Hlynur Bærings 7 stig og 7 fráköst.

 

Mjög lítið var skorað fyrstu mínútur þriðja hluta og var Keflavík með 3-0 í þrjár og hálfa mínútu. Heimamenn voru eilítið hressari á kafla, komust í 51-45 og börðust meira fyrir boltanum í fráköstum og Þröstur átti svo stórann þrist og annan til sem kom þeim í 54-47 og svo 59-49. Keflavík átti feiknargóða spretti og komst í 68-49 með áðurnefndann Þröst Leó í farabroddi kominn með 19 stig og með þeirri stöðu fóru liðin í lokhlutann þar sem Keflavík hafði skorað 25 en Snæfell aðeins skorað 8 stig og öll af Hlyn Bærings.

 

Snæfell voru alveg sprungnir og létu spila á sig fasta vörn sem þeir svöruðu ekki og komu fyrstu stig þeirra eftir næstum 3 mínútur og var staðan þá 72-52. Keflvíkingar náðu að halda þessu 20 stiga forskoti sem þeir sóttu vel í þriðja hluta. Snæfellingar hafa séð betri daga en þetta og voru gjörsamlega alveg búnir þegar Jón Ólafur fékk tæknivillu undir lok hlutans. Keflavík setti yngri spámenn inná og þá náði Snæfell fyrst einhverri smá glætu í að minnka muninn og koumst niður í stöðuna 80-67. Í leikhlé sem var tekið fékk bekkurinn hjá Snæfelli tæknivillu og Inga Þór þjálfara vísað upp í stúku af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Keflavík voru langtum betra liðið í seinn hálfleik og áttu Snæfellingar aldrei séns og svo fór að Keflavík hafði góðann sigur 90-76 en Jón Ólafur setti einhverja þrjá þrista undir lokin og maldaði of seint í móinn fyrir Snæfell.

 

Hjá Keflavík voru Þröstur og Sverrir þeirra menn og var Þröstur með 19 stig og 8 fráköst og setti niður 5/7 í þristum sem skóp muninn á milli liðanna. Sverrir setti 17 stig og þar af 12/12 af vítalínunni. Rashin Clark kom til þegar á leið og setti 21 stig og tók 12 fráköst og var lúmskur. Hjá Snæfelli var Hlynur bestur með 20 stig og 17 fráköst en aðrir í liðinu hættu í seinni hálfleik. Jón Ólafur var með 14 stig og þar af 12 þeirra í fjórða hluta þegar allt var búið. Emil var með 13 stig og Sigurður 10 stig og sáust þeir félagar lítið eftir fínann fyrri hlutann. Pálmi setti 11 stig og 7 stoðs.

 

Guðjón Skúlason var ánægður með umskiptin í seinni hálfleik og sagði að þeirra menn hefðu farið að spila almennilega vörn. “Mér fannst vörnin glæðast og við náðum að halda þeim í 8 stigum í þriðja hluta og það var það sem gerði gæfumunuinn. Þetta var kannski ekki fallegur leikur þannig og við spiluðum ekki alltaf eins og við vildum spila en vörnin gekk svo upp og þeirra mönnum eins og Jóni Ólafi var haldið niðri framan af.”

 

Ingi Þór sagði að þeir hefðu einfaldleg hent þessu frá sér. “ Við vorum sjálfum okkur verstir og fórum að láta þá berja okkur niður og henda okkur út úr öllu sem heitir liðsbolti og reyndum einstaklings framtakið sem skilaði okkur engu. Þú sérð að Þröstur kláraði okkur með 5/7 í þristum á meðan allt liðið okkar er mð 5/24 í þristum og Sverrir kom góður af bekknum. Við þurfum að leggjast yfir þetta.”

 

Símon B Hjaltalín.