11.flokkur upp um riðil -uppfært-


Snæfell átti fyrsta leik á móti ÍR sá leikur gekk mjög vel og spiluðum við pressuðum frá fyrstu mínótu í þeim leik það átti bara að sýna ÍR-ingum strax að við værum tilbúnir í leikinn. Það gekk allt vel í okkar leik nema það að við vorum óheppnir með skotin vorum að fá flott opin skot út úr kerfunum en boltinn vildi ekki ofaní, en strákarnir voru duglegir að bæta fyrir það í vörninni…….

Það voru 3 leikir spilaðir á móti ÍR, Val og Haukum mótið var í íþróttahúsinu við strandgötu í Hafnarfirði og strákarnir voru að spila í C-riðli.

Snæfell átti fyrsta leik á móti ÍR sá leikur gekk mjög vel og spiluðum við pressuðum frá fyrstu mínótu í þeim leik það átti bara að sýna ÍR-ingum strax að við værum tilbúnir í leikinn. Það gekk allt vel í okkar leik nema það að við vorum óheppnir með skotin vorum að fá flott opin skot út úr kerfunum en boltinn vildi ekki ofaní, en strákarnir voru duglegir að bæta fyrir það í vörninni. Þetta átti að vera erfiðasti leikurinn á mótinu og hann reyndist vera það enda hafa ÍR- ingar mjög enilegan 2 metra mann sem að reyndist okkur svoldið erfiður þegar að leið á leikinn leikurinn vannst og það er það sem skiptir máli við uppskárum 10 stiga sigur 52 – 62.

Annar leikurinn á mótinu var á móti Val þar sem að Lýður nokkur Vignisson var að þjálfa þá Valsdrengi. Við notuðum sömu taktík pressa og sýna þeim að við kæmum tilbúnir og alveg dýrvitlausir í leikinn og það byrjaði mjög vel náðum þægilegu forskoti. Þegar að við höfðum náð smá forskoti þá fóru strákarnir að slaka á og vera kærulausir og við hleyptum þeim inní leikinn aftur þá var eina ráðið að taka leikhlé og þjappa mannskapnum saman aftur og það virkaði vel þeir voru með fulla einbeitingu og náðu að vinna okkur upp aftur og unnum leikinn með 8 stigum en hefðum getað gert betur í þeim leik en sigur náðist og það er það sem að við vorum að sækjast eftir.

Síðasti leikurinn var á móti Haukum þeir voru búnir að tapa báðum sínum leikjum. Við byrjuðum auðvitað með brjálaða pressu og svo notuðum við kerfin spiluðum skinsamlega og náðum strax þægilegu forskoti á Haukana sá leikur var í rauninni aldrei í hættu því að við töluðum vel saman fyrir leikinn þanning að við vissum alveg hvað við ætluðum að gera og vorum staðráðnir í að fara taplausir í gegnum þetta mót leikurinn endaði svo með 21 stigs sigri 49 – 70