Snæfell tapaði með einu eftir framlengingu

Snæfell fór suður með sjó og tóku Grindvíkingar á móti þeim. Þorleifur Ólafsson var veikur hjá Grindavík en Snæfellingar söknuðu Pálma Freys sem á við bakmeiðsli að stríða en þeir hafa endurheimt Sigurð Þorvaldsson sem var með eymsli í hnjám og hefur nú unnið bug á þeim. Sigurður var heldur betur orðinn hungraður en hann var kominn með 12 stig fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta sem Snæfell leiddi 19-24. Liðin voru hnakka í hnakka fyrsta hlutann og skiptust á að vera yfir og jafna á víxl….