Snæfell náði ekki að elta Hauka uppi

Snæfellsstúlkur náðu ekki að elta forskot Hauka uppi í leik liðanna í kvöld en Haukastúlkur tóku á sprett í fyrsta hluta og gáfu það ekki eftir. Snæfellsstúlkur áttu allar góða spretti og spiluðu vel annann, þriðja og fjórða hluta. Haukastúlkur byrjuðu að krafti og komust í 5-20 um miðjann fyrsta hluta og voru grimmari í sóknum sínum en Snæfell sem fengu skotin en nýttu illa. Snæfell saknaði greinilega Kristen Green sem sat á tréverkinu og á við ökklameiðsli að stríða. Heather Ezell var í góðum gír fyrir Hafnfirðinga……

[mynd]

Snæfell tók á móti Haukum í Iceland express deild kvenna í Fjárhúsinu Stykkishólmi. Haukastúlkur byrjuðu að krafti og komust í 5-20 um miðjann fyrsta hluta og voru grimmari í sóknum sínum en Snæfell sem fengu skotin en nýttu illa. Snæfell saknaði greinilega Kristen Green sem sat á tréverkinu og á við ökklameiðsli að stríða. Heather Ezell var í góðum gír fyrir Hafnfirðinga og hafði sett 14 stig af þeim 27 sem Haukar höfðu yfir eftir fyrsta hluta á móti 11 stigum Snæfells.

[mynd]

Annar hluti var jafnari og var Snæfell að stilla sig aðeins betur varnarlega og spiluðu einnig betri og árangursríkari sóknir sem skilaði þeim því að halda sér inn í leiknum en ekki hleypa Haukum of langt frá sér eins og í stefndi í byrjun leiks. Haukastúlkur slökuðu á taumnum í vörninni og skiluðu Snæfelli tveimur stigum betur í öðtum hluta en Haukar leiddu 30-45  í hálfleik.

 

Heather Ezell setti 20 stig fyrir Hauka í fyrri hálfleik en Gunnhildur 9 stig fyrir Snæfell og Hrafnhildur 7 stig.

[mynd] 

Það var munurinn í fyrsta hluta sem var Snæfelli virkilega erfiður en jafnræði var með liðunum í þriðja hluta líkt og öðrum þar sem Snæfell náði að saxa niður um tvö stig og voru eftir þriðja hluta 11 stigum undir 54-66. Snæfell skoraði fyrstu fimm stig fjórða hluta og voru að nálgast Hauka með meiri krafti en Gunnhildur Gunnars leiddi heimastúlkur í baráttunni á meðan Heather Ezell d´ro Hauka áfram ásamt Rögnu Margréti og Guðrúnu Ámundar.

[mynd] 

Staðan var lengi 61-72 fyrir Hauka í fjórða hluta eða þangað til 1:20 voru eftir þegar Heather setti niður tvö víti. Haukastúlkur létu ekki eftir forskot sitt baráttulaust og héldu sínu þrátt fyrir nokkur áhlaup Snæfells í leiknum. Haukar áttu svo sigur í leiknum 63-77 og fóru með það í farteskinu í Fjörðinn.

 

Hjá Snæfelli var Gunnhildur öflug með 19 stig. Björg 10 stig og Hrafnhildur 9 stig. Hjá sterkum Haukum var Heather Ezell allt í öllu með 32 stig og 16 fráköst. Ragna Margrét var hress með 12 stig og 14 fráköst og Guðrún Ámundar var með 14 stig.

 

Símon B. Hjaltalín.   

[mynd]