Skemmtilegar tölfræðiupplýsingar.

Þegar 1 leikur er eftir af fyrri umferð í deildinni hjá karlaliði Snæfells í körfu þá er ekki úr vegi að líta aðeins á hvernig liðið stendur sig tölfræðilega. Þrátt fyrir að vera ekki efstir en þó samt í toppbaráttunni eru Snæfell efstir í tveimur þáttum af fjórum helstu sem teknir eru fyrir. Stoðsendingar og fráköst eru þeir þættir sem liðið stendur fremst í. Í stigaskori erum við í öðru sæti 0.5 stigi að meðaltali á eftir KR og svo erum við 0.6 á eftir þeim í framlagseinkunn að meðaltali. KR er svo einmitt okkar næsti mótherji í útileik í Dhl-höllinni 15.des n.k. Smellið á meira hér að neðan til að skoða töflur yfir þessa tölfræðiþætti sem  teknir eru eftir þá 10 leiki sem búnir eru.

-sbh-

Hér ber að líta samantekt á meðaltali í fráköstum, stoðsendingum, stigaskori og framlagi eftir 10 leiki íIceland express deild karla.