Drengirnir úr Mini-boltanum.

Drengirnir úr Mini-boltanum eru búnir að fara á 2 mót það sem af er vetri, og er ekki seinna vænna en að rita fáein orð um árangur þeirra.

Fyrra mótið var í Njarðvík í D-riðli.

Fyrsti leikur var gegn Reykdælum og því miður var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda, þökk sé vel hærðum og baneitruðum örvhentum leikstjórnanda þeirra og strákarnir ekki alveg vaknaðir.

[mynd]

Drengirnir úr Mini-boltanum eru búnir að fara á 2 mót þar sem af er vetri, og er ekki seinna vænna en að rita fáein orð um árangur þeirra.

Fyrra mótið var í Njarðvík í D-riðli.

Fyrsti leikur var gegn Reykdælum og því miður var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda, þökk sé vel hærðum og baneitruðum örvhentum leikstjórnanda Þeirra. Og strákarnir ekki alveg vaknaðir.

Lokatölur 48-25

Stigaskor: Almar 14, Hermann 5, Jakob 2, Jón Páll 2, Jón Glúmur 2

Annar leikur okkar var gegn Njarðvik B, og var leikurinn í járnum alveg fram í 5 leikhluta en hann unnum við 10-0 með frábærri vörn.

Lokastaðan var 41-32.

Stigaskor: Almar 12, Jón Páll 8, Jón Glúmur 4, Elías 4, Finnbogi 4, Hermann 4, Jakob 3, Davíð 2

Leikur 3 á sunnudagsmorgni byrjaði mjög illa fyrir okkur á móti ÍR, lentum undir 15-2 eftir fyrsta fjórðung, Jakob Ingason skoraði svo 8 stig í röð í 2. fjórðung og kviknaði von hjá Snæfelli. ÍR-ingar héldu reyndar  haus og unnu góðan 38-36 sigur eftir æsispennandi lokamínútur. En eftir skoðun á skýrslu leiksins löngu eftir mót, tók undirritaður eftir því að það vantaði 4 stig á stigafjölda Snæfells, og því sigruðum við 40-38. Mikið klúður þarna á ferð og tekur þjálfarinn þetta á sig. Það kom þó ekki að sök þar sem Reykdælir unnu alla leiki sína og fóru upp um riðil.

Stigaskor: Hermann 11, Jakob 10, Almar 7, Finnbogi 4, Elías 4, Jón Páll 4.

Síðasti leikur Mótsins var gegn Þór Akureyri og má segja að strákarnir hafi farið á kostum. Boltinn gekk vel á milli manna og skoruðu strákarnir mjög margar góðar körfur, Mikil stemning var innan hópsins og áttu norðanmenn lítil svör við stórleik Almars Hinrikssonar en hann er einmitt með sömu blöndu og Hlynur Bæringsson, Grundfirðingur sem er að alast upp í Hólminum. Gaman að sjá ungu drengina úr 4. Bekk, Tómas og Davíð komast á blað í 2 síðustu leikjunum, efnilegir drengir þar á ferð. Lokatölur 63-27.

Stigaskor: Almar 22, Jón Páll 14, Jón Glúmur 8, Jakob 6, Finnbogi 6, Hermann 5, Tómas 2.

[mynd]

Seinna mótið fór fram á Akureyri og var fyrsti leikurinn gegn heimamönnum. Eftir stórsigur á þeim í Njarðvik  voru strákarnir fullmikið að vanmeta getu Þórsara og var leikurinn nánast jafn allan tímann, strákarnir náðu þó sigri og voru menn sáttir við það,aldrei leiðinlegt að vinna. Lokatölur voru 33-29

Stigaskor: Jón Páll 12, Jakob 8, Almar 7, Finnbogi 3, Elías 3

2 leikir voru á sunnudeginum og aftur mættum við ÍR-ingum með Hákon Hjálmarsson í fararbroddi, en hann er sonur Hjálmars Sigurþórssonar Hólmara. Hálfi hólmarinn komst lítið áleiðis gegn frábærri vörn Snæfells þar sem Finnbogi Leifsson fór á kostum, stal boltum og kastaði sér í gólfið um allan völl, þjálfaranum til mikillar ánægju. Orð eins og frábært, snilld og glæsibær var varpað inn á völlinn. Jón Páll Gunnarsson og Elías Björnsson áttu mjög góðan leik, Davíð Karlsson skoraði svo 2 glæsilegar körfur í lok leiks. 

Lokatölur 58-16

Stigaskor: Jón Páll 18, Elías 10, Almar 8, Jakob 6, Finnbogi 6, Hermann 6, Davíð 4,

Seinasti leikur mótsins var hreinn úrslitaleikur um hvaða lið myndi fara upp í C-riðil. Strákarnir byrjuðu gríðarlega sterkt og unnu fyrsta riðil 10-0. Njarðvíkingar bitu aðeins frá sér en aldrei of mikið og voru Snæfellingar með forystu allan leikinn. Jakob Ingason spilaði leikstjórnanda stöðuna mjög vel og skoraði grimmt í byrjun auk þess að finna samherja sína. Hermann Dagnýjar barðist vel, stal mörgum boltum og Jón Páll Gunnarsson spilaði líka mjög vel, eins og hann gerði allt mótið.

Lokatölur 37-30

Jón Páll 16, Jakob 8, Hermann 5, Almar 4, Elías 2, Finnbogi 2.

-Nonni Mæju-

[mynd]