BB og synir sigurvegarar Firmakeppni Snæfells 09/10

Hin árlega firmakeppni Snæfells fór fram 2. jan síðastliðinn og voru 9 lið mætt til leiks, reynt var að hafa aðeins meiri og skemmtilegri umgjörð þetta árið. Þótti það takast nokkuð vel og nú ættu fleiri fyrirtæki að taka sig til og taka þátt á næsta ári. Flott væri ef liðin tækju Matta og Draugabanana til fyrirmyndar sem og Íslenska Gámafélagið, með því að mæta allir í eins búningum.

Það setti skemmtilegan svip á leik þessara liða. Þetta árið voru það BB og synir sem fór með sigur af hólmi eftir jafna keppni, það voru nokkur lið sem komu til greina fyrirfram sem sigurvegarar eins og…….

[mynd] 

Hin árlega firmakeppni Snæfells fór fram 2. jan síðastliðinn og voru 9 lið mætt til leiks, reynt var að hafa aðeins meiri og skemmtilegri umgjörð þetta árið. Þótti það takast  nokkuð vel og nú ættu fleiri fyrirtæki að taka sig til og taka þátt á næsta ári. Flott væri ef liðin tækju Matta og Draugabanana til fyrirmyndar sem og Íslenska Gámafélagið, með því að mæta allir í eins búningum. Það setti skemmtilegan svip á leik þessara liða.

[mynd] 

Þetta árið voru það BB og synir sem fór með sigur af hólmi eftir jafna keppni. Það voru nokkur lið sem komu til greina fyrirfram sem sigurvegarar eins og Narfeyrastofa sem í undanúrslitunum lét þristunum rigna yfir Palla Sig og félaga en virtust vera orðnir bensínlausir í úrslitaleiknum. Einnig voru leikmenn Nónvík nokkuð léttleikandi og vel spilandi. Það var einmitt leikmaður þeirra Hjalti Kristinsson sem vann þriggja stiga keppnina með yfirburðum. Lið Palla Sig var ásamt fyrrnefndum liðum nokkuð öflugt með Adda Páls í fararbroddi en það var einmitt faðir hans Palli sem var valinn besti áhorfandinn ástæðan er einföld hann mætti í fyrsta sinn í húsið síðan hann mokaði grunninn sumarið 89.