Drengjaflokkur áfram í bikarkeppni KKÍ

Snæfell/Skallagrímur sigruðu Grindavík öðru sinni í vetur, nú í bikarkeppni KKÍ og fór leikurinn fram í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.  Strákarnir sigruðu 116-44 eftir að hafa leitt í hálfleik 54-17.  Stigahæstur var Sigurður Þórarinsson með 27 stig.  Kristján Pétur Andrésson og Hlynur Hreinsson léku ekki með liðinu. Snæfell/Skallagrímur hófu leikinn sterkt og lögðu grunninn að öruggum sigri, þeir skoruðu 21-0 en einu körfur Grindvíkinga voru tvær þriggja stiga körfur og staðan eftir fyrsta leikhluta 29-6…….

Drengjaflokkur áfram í bikarkeppni KKÍ

 

Snæfell/Skallagrímur sigruðu Grindavík öðru sinni í vetur, nú í bikarkeppni KKÍ og fór leikurinn fram í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.  Strákarnir sigruðu 116-44 eftir að hafa leitt í hálfleik 54-17.  Stigahæstur var Sigurður Þórarinsson með 27 stig.  Kristján Pétur Andrésson og Hlynur Hreinsson léku ekki með liðinu.

 

Snæfell/Skallagrímur hófu leikinn sterkt og lögðu grunninn að öruggum sigri, þeir skoruðu 21-0 en einu körfur Grindvíkinga voru tvær þriggja stiga körfur og staðan eftir fyrsta leikhluta 29-6.  Sigurður Þórarinsson skoraði 16 stig og var öflugur.  Í öðrum leikhluta héldu Snæfell/Skallagrímur áfram að bæta við forystuna og skoruðu fyrstu átta stig annars leikhluta.  Birgir Péturs smellti tveimur þristum en liðið var að leika vel og leiddu 54-17 í hálfleik.

 

Kristján Pétur Andrésson fann sjómanninn í sér og skellti sér á línu, hann lék því ekki með.  Kappinn kemur sterkur inn í næsta verkefni drengjaflokks sem er gegn Stjörnunni 5. janúar í Garðabæ.  Hlynur Hreinsson lék ekki með í þessum leik þar sem hann var á landsliðsæfingum hjá U-92 liðinu.  Hlynur mun ekki leika meira með Snæfell á þessu leiktímabili þar sem hann er að flytja á Ísafjörð.  Við óskum Hlyni góðs gengis á Vestfjörðum.

 

Síðari hálfleikur var í eign Snæfells/Skallagríms og skoruðu allir leikmenn liðsins, Þorbergur Sæþórsson var að leika sinn fyrsta leik í vetur með liðinu og Ásmundur Þrastarson hefur ákveðið að sækja nám í Reykjavík eftir áramót og því var þetta síðasti leikur kappans með Snæfell í bili.  Við óskum Ása góðs gengis í sínum verkefnum á stórborginni.

 

Lokatölur urðu sem fyrr segir 116-44 og liðið komið áfram í átta liða úrslit þar sem mótherjar eru KFÍ með Hlyn Hreins innanborðs.  Leiktími hefur ekki verið ákveðin en reiknað er með að hann verði mánudaginn 18. janúar.

 

Stigaskor strákanna í leiknum:  Sigurður Þórarinsson 27 stig, Egill Egilsson 16, Trausti Eiríksson 14, Sigursteinn Hálfdánarson 10, Andrés Kristjánsson 9, Birgir Þór Sverrisson, Birgir Pétursson, Elfar Ólafsson og Guðni Sumarliðason 8, Ásmundur Þrastarson 4 og þeir Davíð Guðmundsson og Þorbergur Sæþórsson 2.