Blikum skellt í Fjárhúsinu.

Blikar komu stemmdir í Hólminn í kvöld og byrjuðu á að spila mjög vel í upphafi leiks og halda Snæfellssóknum niðri. Einnig voru Snæfellingar að spila lélega vörn í upphafi og voru alltaf skrefinu á eftir. Breiðablik hljóp svo sem ekkert langt í burt en komust í 10-16 þangað til Snæfell vöknuðu, jöfnuðu 16-16 og komust svo í 23-18 áður en Hrafn tók leikhlé fyrir Blika. Snæfell hafði svo 26-23 forystu eftir fyrsta hluta þar sem Hlynur leiddi sína menn með 12 stig og Burton fann hann vel undir körfunni…..