Góður útisigur á Valsmönnum.

Strákarnir í drengjaflokki sáu og sigruðu þessa leikjahrinu sem þeir tóku þátt í en áfangastaðirnir voru þó nokkuð margir.  Fyrst voru þeir í leikmannahópi meistaraflokks sem sigruðu Hamar í Hveragerði.  Daginn eftir sigruðu þeir KFÍ í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og á þriðjudagskvöldið sigruðu þeir Valsmenn 41-88 í Vodafonehöllinni.  Egill Egilsson var stigahæstur með 22 stig…..

Strákarnir í drengjaflokki sáu og sigruðu þessa leikjahrinu sem þeir tóku þátt í en áfangastaðirnir voru þó nokkuð margir.  Fyrst voru þeir í leikmannahópi meistaraflokks sem sigruðu Hamar í Hveragerði.  Daginn eftir sigruðu þeir KFÍ í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og á þriðjudagskvöldið sigruðu þeir Valsmenn 41-88 í Vodafonehöllinni.  Egill Egilsson var stigahæstur með 22 stig.     Snæfellingum var stýrt af leikstjórnandanum Gunnlaugi Smárasyni en kappinn er við nám í kennaraháskólanum og létti hann undir með þjálfara liðsins.  Gunnlaugi er þakkað kærlega fyrir aðstoðina.  Leikurinn hófst vel og eftir að Valsmenn höfðu leitt 5-4 smellti Kristján Pétur og Sigurður Þórarinsson niður 13 stigum í sameinginu og komu gestunum af vesturlandinu yfir 6-17 sem var staðan eftir fyrsta leikhluta.  Egill Egillsson var oflugur í sóknaraðgerðum Snægríms en kappinn var stigahæstur með 22 stig í leiknum.  Fimmtán stiga forysta í hálfleik 21-36 var ekki það sem Snægrímsmenn ætluðu sér ekki.     Vörnin byrjaði mjög sterkt og skoruðu strákarnir 26 stig gegn 9 í þriðja leikhluta og staðan 30-62.  Egill átti hreinlega leikhlutann og raðaði niður stigunum og Snægrímur bættu við forystuna.  Fjórði leikhluti var líkt og fyrri leikhlutarnir og mótsspyrnan lítil.  
  Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Egill Egilsson 22 stig, Kristján Pétur Andrésson 12, Sigurður Þórarinsson 11, Sigursteinn Hálfdánarson 9, Trausti Eiríksson 8, Guðni Sumarliðson 7, Birgir Þór Sverrisson 6, Birgir Pétursson 5, Sigurður „Kanslari“ Sigurðsson, Elfa M. Ólafsson og Þorbergur Helgi Sæþórsson 3 stig hver.  Snjólfur Björnsson lék einungis eina mínútu þar sem hann meiddist á baki gegn KFÍ daginn áður.    Næsti leikur hjá drengjaflokki er gegn Fjölnisstrákum sem koma í Stykkishólminn og leika þriðjudaginn 19. janúar klukkan 1900.