Snæfell áfram eftir framlengdann leik.

Fyrrum leikmaður Snæfells Magni Hafsteins setti niður fyrstu stig leiksins þegar Fjölnir mætti til leiks í Fjárhúsið Sykkishólmi í 8-liða úrslitum Subwaybikarsins. Hlynur svaraði að bragði og liðin jöfn í upphafi. Chris Smith var að fara fyrir Fjölni og Ægir stjórnaði liðinu vel en hjá Snæfelli var jafnara skor en Hlynur var harður í vörninni sem fyrr. Varnir beggja liða voru góðar og ekki voru sóknirnar síðri og greinilegt að um góðann leik var að ræða í fyrsta hluta. Snæfell var undir 17-18 en náðu góðu áhlaupi í 25-18 og leiddu svo eftir fyrsta hluta 28-21 en Fjölnismenn önduðu í hálsmálið á þeim……

Fyrrum leikmaður Snæfells Magni Hafsteins setti niður fyrstu stig leiksins þegar Fjölnir mætti til leiks í Fjárhúsið Sykkishólmi í 8-liða úrslitum Subwaybikarsins. Hlynur svaraði að bragði og liðin jöfn í upphafi. Chris Smith var að fara fyrir Fjölni og Ægir stjórnaði liðinu vel en hjá Snæfelli var jafnara skor en Hlynur var harður í vörninni sem fyrr. Varnir beggja liða voru góðar og ekki voru sóknirnar síðri og greinilegt að um góðann leik var að ræða í fyrsta hluta. Snæfell var undir 17-18 en náðu góðu áhlaupi í 25-18 og leiddu svo eftir fyrsta hluta 28-21 en Fjölnismenn önduðu í hálsmálið á þeim.

 

Fjölnismenn spiluðu gífurlega hraðar sóknir að hætti Ægis og lokuðu vel á Snæfell um tíma í vörninni og komust með harðfylgi yfir 34-36 eftir að Snæfell náði 34-28 forystu. Snæfell stillti betur upp í vörninni og fóru að berjast fyrir sínu og héldu leiknum jöfnum en liðin skiptust á naumri forystu þangað til undir lok annars hluta að Snæfell gaf í undir handleiðslu Sean Burton og Hlyns Bæringssonar. Fjölnir setti þó síðustu 3 stig fyrri hálfleiks en Snæfell leiddi 47-44 í bráðskemmtilegum leik.

 

Hjá Snæfelli var Sean Burton kominn með 14 stig og 5 stoðs. Hlynur Bærings 10 stig, 6 fráköst og 5 stolnir. Hjá Fjölni var Chris Smith kominn með 10 stig, 4 frák, 4 stoðs. Ingvaldur Magni Hafsteins með 9 stig og Ægir var sprækur með 8 stig.

 

Fjölnismenn komu reiðubúnir til leiks í þriðja hluta og hertu á sínum aðgerðum  sem skilaði þeim smá forystu 49-53 þar sem Snæfell var út á þekju. Þeir komu þó og jöfnuðu eftir tiltal frá Inga Þór 53-53. Magni náði að troða yfir Snæfell 55-57 en Nonni setti svo ískaldann þrist 58-57 og svona var þetta að ganga fram að þessu þegar Nonni setti svo 8 stig til viðbótar fyrir Snæfell og kom þeim í 66-57 á meðan var Fjölnir að ströggla í sóknum sínum gegn stífri vörn Snæfells. Snæfell leiddi svo 68-59 og voru skrefi hressari fyrir lokaátökin í fjórða hluta.

 

Liðin voru að skora jafnt í upphafi fjórða hluta en Snæfell hélt forystunni sem var í kringum 10 stig framm undir miðjann fjórðunginn. Fjölnismenn voru að leitast við að saxa á Snæfell og áttu þeir allfína spretti þar á meðal þrista frá Ægi og Tómasi á ögurstundum og komust nær 83-80 þegar 1:30 mín var eftir. Hjá Snæfelli var Svein Arnar farinn út af með 5 villur og Hlynur og Nonni komnir með 4 hvor en hjá Fjölni var Magni með 4 villur ásamt Tómasi. Ægir jafnaði 83-83 þegar 14 sek voru eftir og allt fór í háspennu þegar 2 sek voru eftir og uppkast dæmt og örin Snæfellsmegin. Sean Burton tók þriggja stiga skot úr jafnvægi og klikkaði svo framlenging varð raunin í 83-83 og Snæfellingar gríðalegir klaufar að missa þetta niður og að sama skapi öflugur karakter hjá Fjölni að koma til baka með yfirveguðum leik og nokkuð ljóst að þetta lið er á uppleið.

 

Sigurður Þorvalds átti fyrsta orðið og svo Burton strax á eftir. Liðin skiptust á að skora og Tómas kom svo Fjölni í 91-93 með góðum þrist. Hlynur setti eitt af vítalínunni og tók svo frákastið eftir seinna skotið og fékk tvö víti að auki sem kom Snæfelli í 94-93 en Ægir setti þrist 94-96. Sigurður og Burton settu svo sín hvor 2 stigin þegar 30 sek voru eftir og rafmagnað andrúmsloftið í Fjárhúsinu. Fjölnir nýtti sér ekki sókn sína gegn sterkri vörn Snæfells og Sean Burton náði boltanum og brotið var á honum þegar 5 sek voru eftir og setti hann bæði niður og staðan 100-96 fyrir Snæfell sem var lokastaðan þar sem Ægir Þór klikkaði á lokaþristinum. Niðurstaðan Snæfell áfram í subwaybikarnum eftir svakalegann leik sem gat endað hvorum megin sem var.

 

Hjá Snæfelli var Sean Burton í stuði með 24 stig , 8 fráköst og 13 stoðsendingar. Hlynur barðist eins og herforingi í vörn og sókn og uppskar 22 stig, 15 fráköst. Sigurður Þorvalds var með 18 stig, 9 fráköst og Nonni Mæju 17 stig. Hjá Fjölni var Chris Smith öflugur með 27 stig og 12 fráköst. Ægir Þór Steinarsson var virkilega drjúgur, dróg vagninn algjörlega í lokin og endaði með 20 stig, 5 fráköst og 5 stoðs. Magni átti góða spretti og var sterkur með 16 stig og 12 fráköst. Tómas kom einkar öflugur í lokin og var með 14 stig.

 

Símon B. Hjaltalín.