Tap fyrir kraftmiklum Fjölnisstrákum

Fyrsti tapleikur strákanna í Snæfell/Skallagrím var gegn hinu sigursæla liði Fjölnis en þeir mættu í heimsókn þriðjudaginn 19. janúar í Fjárhúsið í Stykkishólmi.  Fyrri leik þessara liða sigruðu strákarnir 63-76 í grafarvoginum.  Fjölnismenn voru mættir með allar sínar stórstjörnur en þeir höfðu verið hér í miklum bikarslag tveimur dögum áður með meistaraflokk félagsins……

Fyrsti tapleikur strákanna í Snæfell/Skallagrím var gegn hinu sigursæla liði Fjölnis en þeir mættu í heimsókn þriðjudaginn 19. janúar í Fjárhúsið í Stykkishólmi.  Fyrri leik þessara liða sigruðu strákarnir 63-76 í grafarvoginum.  Fjölnismenn voru mættir með allar sínar stórstjörnur en þeir höfðu verið hér í miklum bikarslag tveimur dögum áður með meistaraflokk félagsins.    Tómas Heiðar Tómasson opnaði stigareikninginn á leiknum með þriggjastiga körfu en Kristján Pétur sá til þess að heimamenn yrðu ekkert á eftir og raðaði hann niður þremur þristum á stuttum tíma fyrir heimamenn sem leiddu 11-10.  Mikil kraftur var í Ægi Þór hjá Fjölni og áttu bakverðir Snæ/Skall í töluverðum vandræðum gegn honum.  Tómas Heiðar setti niður tvo þrista fyrir gestina og kom þeim yfir 11-16 en Egill Egilson setti niður af öryggi fjögur vítaskot áður en Sigursteinn minnkaði muninn í lok fyrsta leikhluta 17-18.  Kristján smellti sínum fjórða þrist og Sigurður Þórarinsson sem var mjög rólegur í þessum leik komu Snæ/Skall yfir 22-18.  Strákarnir komust yfir 28-22 og 31-24.  Eftir það var strákunum fyrirmunað að skora og urðu þeir hikandi í sóknaraðgerðum sínum sem Fjölnisstrákarnir nýttu sér mjög vel, pressandi út um allan völl og mikið fjör.  Fjölnisstrákunum tókst að nýta sér þetta hik heimamanna og leiddu 31-33 í hálfleik.    Í þriðja leikhluta opnuðu Fjölnismenn vörn heimamanna mjög vel og nýttu sér það, komust yfir 35-45 og 41-53.  Egill Egilsson sem hafði verið ólíkur sjálfum sér í leiknum smellti þrist og minnkaði muninn í 44-53 en tognaði á baki stuttu seinna og lék ekkert meira í leiknum.  Kristján Pétur setti fimmta þristinn í lok þriðja leikhluta og lagaði stöðuna fyrir Snæ/Skall og munurinn sjö stig 49-56.  Fjölnisstrákarnir höfðu tögl og haldir og þrátt fyrir góðan leik hjá Trausta Eiríks og ferskri innkomu Þorbergs Helga Sæþórssonar náðu þeir aldrei að ógna sigri Fjölnis.  Munurinn varð mestur 12 stig en lokatölur 62-73 fyrir Fjölni.    Níu sigrar og eitt tap í deildinni þegar sex leikjum er ólokið í deildarkeppninni er fín staða hjá liðinu og þurfa leikmenn að koma tilbúnir í meiri átök en þeir voru að þessu sinni.  Fjölnisstrákarnir voru miklu grimmari og var alveg sama hver kom inná hjá þeim þeir áttu alltaf meiri baráttu en heimamenn og það skilaði þeim góðum útisigri.  Framhaldið er spennandi með frekari átökum og meiri æfingum mun liðið ná að vaxa og þéttast fyrir lokaátökin.    Stigaskor leiksins hjá Snæ/Skall: Kristján Pétur Andrésson 17 stig, Trausti Eiríksson 10 stig og 15 fráköst, Sigurður Þórarinsson 9, Egill Egilsson 7, Birgir Þór Sverrisson, Birgir Pétursson og Þorbergur Helgi Sæþórsson 4 stig hver, Guðni Sumarliðason 3 og Sigursteinn Hálfdánarson og Pálmi Snær Skjaldarson sem lék sinn fyrsta leik í vetur 2.  Elfar Ólafsson  náði ekki að skora.   Stig hjá Fjölni:  Tómas H. Tómasson 21 stig, Elvar Sigurðsson 10, Ægir Þór Steinarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Daníel Geirsson og Haukur Sverrisson 7, Friðrik Karlsson 6 og Einar Þórmundsson 4.  Aðrir náðu ekki að skora.