Stúlknaflokkur Snæfells áfram í bikarnum.

Snæfellsstelpurnar sigruðu Hamar/Hrunamenn 70-66 í sveiflukenndum leik á heimavelli, staðan í hálfleik var 40-37 eftir að Hamar/Hrunamenn höfðu leitt leikinn mest með 13-22. Liðin höfðu ekkert leikið saman þar sem Snæfell eru í A-riðli á Íslandsmótinu og Hamar/Hrunamenn í B-riðli. Stelpurnar byrjuðu leikinn á þriggjastigakörfu frá Ellen Ölfu en Jenný Harðardóttir hjá gestunum skoraði grimmt allsstaðar af vellinum og var stelpunum erfið. Hittni heimastúlkna var ekki góð og tapaðir boltar miklu fleiri en körfur og boðar það ekki á gott. Gestirnir náðu 13-22 forystu í fyrsta leikhluta en Sara Mjöll var drjúg við stigaskorunina og setti niður fjögur stig og Ellen Alfa tvö í lok leikhlutans og staðan að honum loknum 19-22…..

Snæfellsstelpurnar sigruðu Hamar/Hrunamenn 70-66 í sveiflukenndum leik á heimavelli, staðan í hálfleik var 40-37 eftir að Hamar/Hrunamenn höfðu leitt leikinn mest með 13-22. Liðin höfðu ekkert leikið saman þar sem Snæfell eru í A-riðli á Íslandsmótinu og Hamar/Hrunamenn í B-riðli. Stelpurnar byrjuðu leikinn á þriggjastigakörfu frá Ellen Ölfu en Jenný Harðardóttir hjá gestunum skoraði grimmt allsstaðar af vellinum og var stelpunum erfið. Hittni heimastúlkna var ekki góð og tapaðir boltar miklu fleiri en körfur og boðar það ekki á gott. Gestirnir náðu 13-22 forystu í fyrsta leikhluta en Sara Mjöll var drjúg við stigaskorunina og setti niður fjögur stig og Ellen Alfa tvö í lok leikhlutans og staðan að honum loknum 19-22.