Haukar skelltu Snæfell.

Snæfellsstúlkur virkuðu hressar á fyrstu metrunum og var jafnt 4-4. Haukar settu þá í gírinn með Kiki Lund í fararbroddi og komust þær 4-17. Innkoma Maríu Lindar Sigurðadóttur var einnig öflug og setti hún strax 6 stig tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Í fyrsta leikhluta var einstefna Hauka algjör og leiddu þær 8-23 og mikið þurfti að gerast hjá Snæfelli til að rétta sinn hlut i leiknum. Í öðrum fjórðung héldu Haukar áfram að auka forskotið og setti Bryndís Hanna einn ískaldann þrist og staðan varð 10-33 fyrir gestina….

Snæfellsstúlkur virkuðu hressar á fyrstu metrunum og var jafnt 4-4. Haukar settu þá í gírinn með Kiki Lund í fararbroddi og komust þær 4-17. Innkoma Maríu Lindar Sigurðadóttur var einnig öflug og setti hún strax 6 stig tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Í fyrsta leikhluta var einstefna Hauka algjör og leiddu þær 8-23 og mikið þurfti að gerast hjá Snæfelli til að rétta sinn hlut i leiknum.

 

Í öðrum fjórðung héldu Haukar áfram að auka forskotið og setti Bryndís Hanna einn ískaldann þrist og staðan varð 10-33 fyrir gestina. Heather setti svo einn í kjölfarið á skotklukkuflauti langt út á velli og Snæfellsstúlkur í slæmum málum. Fátt gekk upp í sókn Snæfells sem dó út alloft og skotin voru ekki að detta niður. Annar hluti var slakari hjá heimastúlkum um 2 stig þar sem Haukar unnu hlutann 6-23 og leiddu gestirnir í Haukum í hálfleik 14-46 og mikil yfirkeyrsla gestanna úr Hafnarfirði á Snæfelli í fyrri hálfleik.

 

Snæfellsstúlkur komu með stoltið eitt að vopni úr klefanum í þriðja hlutann og áttu endurkomu ársins. Þær gjörsamlega rúlluðu yfir Haukana með fantagóðri vörn og gríðalegri baráttu þar sem sem þær komust í 35-46 og settu niður 21-0 kafla og áttu Haukar ekki körfu fyrr en eftir rúmmlega 6 mínútur. Gunnhildur Gunnars setti niður 15 stig og flest úr hraðaupphlaupum en allt liðið var tilbúið í vörninni. 32 stiga munur í hálfleik var orðinn að 10 stiga mun 38-48 og átti Snæfell flest öll fráköst á vellinum en Haukar töpuðu boltanum illa. Undir lokin vöknuðu Haukar aðeins og löguðu aðeins til hjá sér, settu í 15-3 kafla og leiddu áfram í leiknum fyrir fjórða hlutann 41-63.

 

Snæfell sprakk svolítið á limminu í byrjun fjórða hluta og hleyptu Haukum aftur að þorrhlaðborðinu sem var svolítið súrt. Haukastúlkur fengu að auka við forskotið aftur og komust í 33 stiga forystu 50-83. Heather Ezell fór í fíling og setti niður stig hvað eftir annað. Svo fór að Haukar voru of stór biti fyrir Snæfell og áttu þær auðvelt með að athafna sig og klára leikinn í fjórða hluta með stæl 55-91 þar sem spretturinn í þriðja hluta dugði skammt fyrir Snæfell.

 

Hjá Snæfelli var Gunnhildur með 23 stig og Sherell Hobbs 13 stig. Hjá Haukum var Heather í rosastuði með 32 stig, 12 fráköst og 6 stoðs. Guðrún Ámundardóttir 13 stig og María Lind 11 stig.

 

Símon B. Hjaltalín.


Gunnhlidur var 
</p>
</div>
            <div class= Deila