Snæfell skellti sér í 3.sætið eftir stórsigur á Keflavík

Snæfell hefur verið á fínu skriði og hafa nú komist upp um 3 sæti eftir áramót og lagað innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni og Keflavík.

Í íþróttahúsi Stykkishólms fóru hlutirnir varfærnislega af stað í leik Snæfells og Keflavíkur í Iceland express deild karla en voru liðin að skiptast á að skora og staðan var 14-14 eftir 5 mínútna leik. Gunnar Einars fór val af stað fyrir gestina og var kominn með 12 stig en Hlynur var með 8 stig. Þegar staðan var 20-23 fyrir Keflavík tóku þeir góðann sprett og staðan varð fljótt 20-29. Keflavík leiddi 24-29 eftir fyrsta hluta þar sem Gunnar Einars hafði verið magnaður hjá þeim með 14 stig…..

Í íþróttahúsi Stykkishólms fóru hlutirnir varfærnislega af stað í leik Snæfells og Keflavíkur í Iceland express deild karla en voru liðin að skiptast á að skora og staðan var 14-14 eftir 5 mínútna leik. Gunnar Einars fór val af stað fyrir gestina og var kominn með 12 stig en Hlynur var með 8 stig. Þegar staðan var 20-23 fyrir Keflavík tóku þeir góðann sprett og staðan varð fljótt 20-29. Keflavík leiddi 24-29 eftir fyrsta hluta þar sem Gunnar Einars hafði verið magnaður hjá þeim með 14 stig.

 

[mynd]

Jón Ólafur jafnaði 38-38 eftir 3 vítaskot þar sem Sverrir braut af sér. Snæfell hafði verið að narta í hælana á Keflavík og verið 2-4 stigum á eftir framan af öðrum leikhluta. Hlynur kom Snæfelli svo strax í 41-38 og leikurinn var í járnum. Gunnar Stefáns kom inn fyrir Keflavík og setti tvo þrista funheitur og reyndi að laga stöðu Keflvíkinga en þeir voru farnir að elta 3-6 stigum á eftir, seinni 5 mín annars hluta.  Sean Burton var fagnað af heimamönnum þegar stórþristur kom og tvistur á eftir og var hann einkar hress og spilaði menn líka vel uppi. Snæfell leiddi 54-50 í hálfleik.