Pálmi Freyr spilar ekki meira þessa leiktíð.

Komið hefur í ljós að Pálmi Freyr muni ekki geta spilað það sem eftir lifir leiktíðar með körfuknattleiksliði Snæfells. Pálmi hefur glímt við meiðsli í baki sem munu vera erfið viðureignar og eftir allskonar æfingar, brögð og beygjur hefur nú verið gefið út af baksérfræðingi að þetta muni taka nokkra mánuði að ganga til baka.

Pálmi mun halda áfram að hafa stórt hlutverk innan liðsins, vera með Inga Þór og Baldri  á bekknum og berja liðfélaga sína áfram á meðan hann jafnar sig. Pálmi var kominn í gríðalega góðann leikgír þegar hann meiddist og við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata og vonum að við sjáum hann sem fyrst í Snæfellsbúningnum inni á vellinum.