Snæfell hikstaði í Grafarvoginum

Snæfell lagði leið sína í Grafarvoginn og mættu Fjölni. Skemmst er frá því að segja að liðið náði litlu flugi gegn vörn Fjölnis og uppskáru 5 stiga tap 69-64. Fjölnismenn voru ekkert að brillera í sóknarleik sínum einnig en bæði lið fóru á svipað plan og leikurinn var jafn og hefði getað endað hvernig sem var en sama handbragð og í fyrri leikjum Snæfells var ekki sjá í kvöld. Hlynur Bærings var með 19 fráköst og sterkur á þeim póstinum að vanda en betri nýting hefur sést í teignum. Sean Burton var stigahæstur með 20 stig og Nonni þar næstur með 18 stig. Martins Berkis er að spila sinn annann leik og setti ekki svip sinn á leikinn að þessu sinni var með 5 stig en hann og Nonni voru með slaka þriggja stiga nýtingu miðað við síðasta leik. Snæfellsvélin hikstaði sem sagt nokkuð í kvöld  en liðið hefur sterkann karakter og ekki við öðru að búast en að menn hugsi þetta og komi einbeittir til baka.