Snæfell áfram í úrvalsdeild eftir stórsigur á Njarðvík

Það var fámennt liði Njarðvíkur sem voru 8 talsins og fór í heimsókn í Hólminn í Iceland expressdeild kvenna í dag til að mæta Snæfelli. Fyrir leikinn var Snæfell með 8 stig í næstneðsta sæti en Njarðvík 12 stig í næsta sæti fyrir ofan.  Kynning liða og tónlist á leiknum er í höndum leikmanna karlaliðs Snæfells, Sveinn Arnar Davíðsson var mættur en hans meðkynnir Kristján Pétur var fjarverandi að sinni. Það hefur verið sá háttur hafður í Hólminum að strákarnir í karlaliðinu sjá um kynningu og ritaraborðið á kvennaleikjum og stúlkurnar sjá um ritaraborðið á karlaleikjum.

Leikurinn fór jafn af stað og varð staðan 9-9 þar sem Sherell Hobbs var komin með 7 stig fyrir Snæfell….

Það var fámennt liði Njarðvíkur sem voru 8 talsins og fór í heimsókn í Hólminn í Iceland expressdeild kvenna í dag til að mæta Snæfelli. Fyrir leikinn var Snæfell með 8 stig í næstneðsta sæti en Njarðvík 12 stig í næsta sæti fyrir ofan.  Kynning liða og tónlist á leiknum er í höndum leikmanna karlaliðs Snæfells, Sveinn Arnar Davíðsson var mættur en hans meðkynnir Kristján Pétur var fjarverandi að sinni. Það hefur verið sá háttur hafður í Hólminum að strákarnir í karlaliðinu sjá um kynningu og ritaraborðið á kvennaleikjum og stúlkurnar sjá um ritaraborðið á karlaleikjum.

 

Leikurinn fór jafn af stað og varð staðan 9-9 þar sem Sherell Hobbs var komin með 7 stig fyrir Snæfell. Snæfell fóru að stela boltum og ná flestum fráköstum sem skilaði þeim smá forskoti 16-11. Góður kafli heimasúlkna kom svo undir lok fyrsta hluta þar sem Snæfell skoraði 11 stig á móti 4 stigum Njarðvíkur og staðan 27-15 þegar flogið var í annann fjórðung.

 

Þegar 5 mínútur voru eftir fyrri hálfleik var Snæfell komið í 20 stiga mun 37-17 og róðurinn orðinn erfiður fyrir Njarðvík og þeirra besti leikmaður Ólöf Helga Pálsdóttir steig illa niður í baráttunni og snéri ökklann. Einhver barátta kom yfir Njarðvíkurstúlkur undir lokin og náðu þær flottu 10-0 áhlaupi og staðan eftir fyrri hálfleik var 39-29 fyrir Snæfell. Sherell Hobbs var komin með 21 stig og Sara Sædal 5 stig fyrir Snæfell en hjá Njarðvík var Heiða Valdimarsdóttir komin með 6 stig og 5 fráköst. Auður Jónsd. Anna María Ævarsd og Harpa Hallgrímsd 5 stig hver.

 

Snæfell náði fljótt að laga stöðuna sem þær töpuðu niður í öðrum hluta og unnu sig upp 11-2 og voru komnar í 24-8 í þriðja hluta og leiddu leikinn 63-37 fyrir fjórða hlutann. Njarðvík mátti sín lítils gegn Snæfell og þá sérstaklega Hobb sem var komin með 32 stig, 9 fráköst og búin að stela 6 boltum. Lítið var skorað framan af fjórða hluta en Snæfell hafði örugga forystu í leiknum. Í innbyrðis viðureignum liðanna þurfti Snæfell að sigra með 23 stigum til að vera í plús. Snæfell gæti með því átt möguleika á síðasta sætinu í úrlitskeppni fari svo að Njarðvík tapi sínum leikjum af þeim tveimur sem eftir eru og Snæfell vinni annann. Svo fór að Snæfell sigraði örugglega með 38 stigum 88-50. Snæfell hefur því haldið sæti sínu í Iceland express deild kvenna.

 

Sherell Hobbs var í ruglinu hjá Snæfelli og skoraði 42 stig, tók 12 fráköst og stal 8 boltum. Helga Hjördís setti 11 stig og Unnur Lára setti 10 stig. Gunnhildur var með 3 x 7 stig, stoð og frák. Hjá Njrðvík var Heiða Valdimarsdóttir með 10 stig og 8 fráköst. Harpa Hallgríms með 9 stig og 7 fráköst. Þær Ína Einars og Auður Jónsd voru með 8 stig hvor.

 

Eftir leikinn var Ingi Þór sáttur með sínar stúlkur. “Við erum mjög sátt við markmið okkar að halda sætinu í deildinni og taka tvo síðustu heimaleiki í deildinni. Nú eru ný markmið og ef við komumst í úrslitakeppni þá er það góður plús.”

 

Símon B Hjaltalín.