Unglingaflokkur karla úr leik í bikarnum.

Unglingaflokkur Njarðvíkur kom í heimsókn í Stykkishólm og mætti þar Snæfelli í bikarkeppninni.

Eftir barning í upphafi leiks komst Snæfell í 10-4 með þristum frá Guðna og Agli en Njarðvík er með sterkann hóp í unglingaflokki og gáfu lítið eftir. Snæfell sem spilar ekki með unglingaflokk í deildarkeppni eru einungis skráðir á bikarkeppnina, voru að leiða framan af fyrsta hluta en naumt þó þegar staðan var 21-19. Kristján Pétur átti næstu 9 stig fyrir Snæfell í þremur þristum en Njarðvík ekki langt undan og staðan 32-25 fyrir Snæfell eftir fyrsta fjórðung….

Unglingaflokkur Njarðvíkur kom í heimsókn í Stykkishólm og mætti þar Snæfelli í bikarkeppninni.

Eftir barning í upphafi leiks komst Snæfell í 10-4 með þristum frá Guðna og Agli en Njarðvík er með sterkann hóp í unglingaflokki og gáfu lítið eftir. Snæfell sem spilar ekki með unglingaflokk í deildarkeppni eru einungis skráðir á bikarkeppnina, voru að leiða framan af fyrsta hluta en naumt þó þegar staðan var 21-19. Kristján Pétur átti svo 9 stig fyrir Snæfell í þremur þristum en Njarðvík ekki langt undan og staðan 32-25 fyrir Snæfell eftir fyrsta fjórðung.

 

Njarðvík kom til baka í öðrum hluta og komust nær 36-35 eftir að skot Snæfells voru ekki að detta. Njarðvík breytti í 2-3 svæðisvörn og komust yfir 37-40 með góðum körfum frá Elísasi. Kristján Pétur var í stuði í stöðunni 49-49 þegar hann setti fjórða þristinn niður og Snæfell leiddi í jöfnum leik 52-49 í hálfleik.

 

Kristján var kominn með 14 stig fyrir Snæfell og Egill 10 stig. Páll Fannar var kominn með 9 stig. Hjá Njarðvík var Hjörtur kominn með 23 stig og var Snæfelli erfiður undir körfunni en Valur var kominn með 13 stig.

 

Eftir baráttu jafnaði Njarðvík 59-59 þegar Hjörtur stal boltanum og brunaði upp völlinn. Elías kom þeim svo í 59-64 eftir góðann þrist og grænir voru að herða sig upp. Snæfell missti niður dampinn í vörninni og Njarðvík komst fljótt í 60-68. Rúnar setti megaþrist þegar Njarðvík komst 10 stigum yfir 63-73 og lítið féll Snæfellsmegin. Njarðvík pressaði mjög vel upp völlinn og uppskar góða forystu eftir þriðja hluta 67-83 þar sem Snæfell var að missa boltann beint í hendurnar á þeim.  Egill hjá Snæfelli var svo farinn út af með 5 villur.

 

Ekki lagaðist staðan framan af fjórða hluta í stöðunni 67-88. En þegar Kristján Pétur setti tvo þrista og staðan varð 80-90 eygðu Snæfellingar von um að læðast nær. Ekki náði Snæfell að klóra í bakkann þrátt fyrir fjölda skota og mikkla baráttu undir lokin. Njarðvík komst áfram í bikarnum eftir sigur 83-94.

 

Hjörtur var gríðalega öflugur hjá Njarðvík með 35 stig og Valur með 17 stig. Styrmir kom svo sterkur inn með 12 stig. Hjá Snæfelli var Kristján heitur með 31 stig og Páll Fannar 24 stig.

 

Símon B. Hjaltalín.

Myndir. Þorsteinn Eyþórsson