Stuttir punktar frá úrslitaleikjum Snæfells í bikarnum.

Snæfell fór fyrst í úrslitaleikinn í Höllinni 1993. Það var mikil stemming í bænum fyrir fyrsta skiptinu og var þorrablót haldið sama dag. Snæfell mætti Keflavík og urðu að sætta sig við stórt tap í leiknum 115-76. Þau 115 stig sem Keflavík skoraði eru flest stig sem skoruð hafa verið í úrslitaleik í bikarnum og þessi leikur geymir einnig mesta stigamun eða 39 stig. Snæfell er þó samt í öðru sæti yfir stigahæsta liðið með 109 stig eftir sigur á Fjölni 109-86 árið 2008…..