Drengjaflokkur Snæfells áfram í bikarnum.

Undanúrslitaleikur Snæfells/Skallagríms og Fjölnis var æsispennandi og sigruðu heimamenn 78-70 eftir að Fjölnismenn höfðu hafið leikið af miklum krafti.  Staðan í hálfleik var 35-35.  Egill Egilsson var stigahæstur með 24 stig.

 

Ægir Þór Steinarsson var greinilega að finna sig vel í Hólminum og hóf leikinn á að hitta tveimur þristum strax í upphafi og stjórnaði grimmri pressuvörn gegn ráðvilltum Snæfells/Skallagrímsdrengjum.  Fjölnir komust í 0-10 og 2-12 en þá tóku heimamenn leikhlé.  Egill og Sigurður komu með tvo þrista útúr leikhléinu og einnig kom Sigursteinn frábær innaf bekknum.  Kauði smellti tveimur þristum á skömmum tíma og stýrði liðinu af miklum ágætum……

Drengjaflokkur í bikarúrslit eftir sögulegan sigur á Fjölni

 

Undanúrslitaleikur Snæfells/Skallagríms og Fjölnis var æsispennandi og sigruðu heimamenn 78-70 eftir að Fjölnismenn höfðu hafið leikið af miklum krafti.  Staðan í hálfleik var 35-35.  Egill Egilsson var stigahæstur með 24 stig.

 

Ægir Þór Steinarsson var greinilega að finna sig vel í Hólminum og hóf leikinn á að hitta tveimur þristum strax í upphafi og stjórnaði grimmri pressuvörn gegn ráðvilltum Snæfells/Skallagrímsdrengjum.  Fjölnir komust í 0-10 og 2-12 en þá tóku heimamenn leikhlé.  Egill og Sigurður komu með tvo þrista útúr leikhléinu og einnig kom Sigursteinn frábær innaf bekknum.  Kauði smellti tveimur þristum á skömmum tíma og stýrði liðinu af miklum ágætum.  Snæfell/Skallagrímur komust yfir 18-17 og 21-19 eftir að Sigurður Þórarinsson hafði átt góða spretti.  Arnþór Freyr Fjölnismaður setti niður körfu og víti að auki og leiddu Fjölnismenn 21-22 eftir fyrsta leikhluta. 

 

Guðni Sumarliðason kom flottur inn af bekknum og reif niður fráköst og skoraði fyrstu körfu annars leikhluta.  Daníel og Tómas skoruðu fyrir Fjölni og komust þeir yfir 23-27.  Fjölnir spiluðu mjög stífa vörn útá velli og þvinguðu heimamenn í töluvert marga tapaða bolta.  Staðan 29-33 þegar um tvær og half mínúta var eftir af fyrri hálfleik, Sigursteinn setur þrist og minnkar muninn í 32-33 og Sigurður Þórarinsson fylgdi á eftir þegar hann setti sitt átjánda stig með góðum þrist og Snæfell/Skallagrímur komnir á ný yfir 35-33.  Ægir Þór sem var magnaður hjá Fjölnismönnum skoraði síðustu körfu hálfleiksins og staðan jöfn í hálfleik 35-35.  Í hálfleik var Sigurður Þórarinsson stigahæstur með 18 stig en hjá Fjölni var Ægir Þór með 13 stig semog Arnþór Freyr.

 

Þriðji leikhluti var eign Egils Egilssonar sem skoraði átta fyrstu stigin og Snæfell/Skallagrímur leiddu 43-35.  Ægir Þór skoraði þrist og stal svo boltanum rétt á eftir og staðan 43-40.  Ingi Þór þjálfari Snæfells/Skallagríms fékk tæknivillu þar sem Fjölnismenn fengu þrjú stig þrátt fyrir að stíga vel inn fyrir þriggjastigalínu.  Fjölnismenn settu annað vítið niður og úr sókninni skoraði Tómas Tómasson þrist og staðan 43-44.  Kristján Pétur Andrésson sem hafði skorað einn þrist í fyrsta leikhluta var öryggið uppmálað í horninu og setti niður tvo þrista í röð og Sigursteinn setti niður gríðarlega magnað sniðskot eftir magnaðan varnarleik heimamanna, staðan 51-44 en Tómas skoraði góða körfu í lok leikhlutans og staðan eftir þrjá leikhluta 51-46.

 

Kristján Pétur setti fjórða þristinn sinn og þann þriðja í röð í upphafi fjórða leikhluta, heimamenn stoppuðu sókn Fjölnis og var brotið Agli sem setti niður bæði skotin sín.  Ægir skoraði fyrir Fjölni en Sigursteinn setti fjórða þristinn í fjórum tilraunum og kom heimamönnum í 59-48 þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum.  Ægir Þór raðaði niður tveimur þristum, Tómas skoraði af miklu harðfylgi og vörn Fjölnismanna var mjög grimm.  Arnþór setti þrist og Daníel skoraði körfu utan af velli, staðan 59-61 fyrir Fjölnismenn sem voru trylltir um allan völl.  Ingi Þór tók leikhlé og fóru heimamenn yfir málin.