Stúlknaflokkur úr leik í bikarnum.

Snæfellsstúlkur voru mættar níu talsins til Keflavíkur, en fjórar stelpur úr yngri flokkunum mættu með þeim fimm dömum sem léku síðasta mót.  Leikurinn var í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ og fór fram í Íþróttahúsi Keflavíkur. Heimastúlkur hófu leikinn vel og leiddu 11-4 en Hrafnhildur Sif sem lék vel í kvöld skoraði fyrst fjögur stig og síðan bætti Björg Guðrún fjórum til viðbótar rétt áður en fyrsta leikhluta lauk, staðan 11-12.  Snæfellsstelpurnar voru klaufalegar í aðgerðum sínum og sérstaklega í villunum.  Þær leiddu hinsvegar leikinn í fleiru en villum, staðan 16-24 og 21-27 í hálfleik eftir mikla baráttu….

Snæfellsstúlkur voru mættar níu talsins til Keflavíkur, en fjórar stelpur úr yngri flokkunum mættu með þeim fimm dömum sem léku síðasta mót.  Leikurinn var í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ og fór fram í Íþróttahúsi Keflavíkur.      Heimastúlkur hófu leikinn vel og leiddu 11-4 en Hrafnhildur Sif sem lék vel í kvöld skoraði fyrst fjögur stig og síðan bætti Björg Guðrún fjórum til viðbótar rétt áður en fyrsta leikhluta lauk, staðan 11-12.  Snæfellsstelpurnar voru klaufalegar í aðgerðum sínum og sérstaklega í villunum.  Þær leiddu hinsvegar leikinn í fleiru en villum, staðan 16-24 og 21-27 í hálfleik eftir mikla baráttu.  Bæði lið voru að leika undir eðlilegri getu en það er ekkert spurt af því á svona leikdegi.    Í síðari hálfleik hófu Keflavíkurstúlkur leikinn með fjöri, þær skoruðu 12-4 og leiddu 33-31.  Ellen svaraði um hæl með þrist og Björg gerði slíkt hið sama.  Hrafnhildur var mjög örugg á vítalínunni og skoraði af miklu öryggi þar, staðan eftir þriðja leikhluta 39-41.  Í lok leikhlutans fékk Sara Mjöll sína fimmtu villu og varð að yfirgefa völlinn, Aníta kom sterk inn og stóð sig mjög vel.    Í fjórða leikhluta héldu Snæfellsstúlkur forystunni áfram rétt í upphafi en sjö stig í röð frá heimastúlkum breytti stöðunni í 50-45.  Hrafnhildur hélt áfram að raða niður vítaskotunum og Ellen bætti við þrist til að koma muninum niður í 52-50 og um 4 mínútur eftir.  Lovísa Falsdóttir setti niður tvö af sínum 15 stigum í kvöld fyrir heimastúlkur og staðan 54-50.  Hrafnhildur Sif skoraði góða körfu og staðan 54-52 rétt áður en Telma skoraði fyrir Keflavík og staðan 56-52.    Björg Guðrún smellti þrist í næstu sókn og skoraði hún fimm stig í röð og kom Snæfell yfir 56-57 þegar rúm mínúta var eftir.  Telma skoraði mjög laglega körfu fyrir Keflavík og staðan 58-57.  Eftir góða sókn barst boltinn í hendurnar á Anítu Sæþórsdóttur og skoraði hún af miklu öryggi.  Staðan 58-59.  Keflavík stelur svo boltanum og fær tvö vítaskot.  Sigrún klikkaði á báðum vítaskotum og Snæfell fengu boltann, þær héldu honum ekki lengi og Eva Rós fékk tvö vítaskot eftir barning undir körfunni, Keflavík skoruðu mikið í leiknum eftir sóknarfráköst, það reyndist dýrt þarna en nú voru góð ráð dýr.    Snæfell fékk boltann og 23 sekúndur voru eftir, Björg fór af hindrun og náði ekki að koma sér í gott skot sem geigaði og barst boltinn beint í hendurnar á Ellen Ölfu.  Hún vissi ekki uppá 100% hvað tímanum leið og flýtti sér of mikið og það voru Keflavíkurstúlkur sem fögnuðu sigri!!!!    Stigaskor Snæfell: Björg Guðrún Einarsdóttir 18, hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 16, Ellen Alfa Högnadóttir 9, Sara Mjöll Magnúsddóttir 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 6 og Aníta Sæþórsdóttir 4.  Rebekka Rán Jónsdóttir, Gerður Kristjánsdóttir og Andrea Pálsdóttir náðu ekki að skora.    Stigaskor Keflavík:  Telma Lind Ásgeirsdóttir 19, Lovísa Falsdóttir 15, María B. Jónsdóttir og Árný Sif Gestsdóttir 7, Sandra Þrastar og Sigrún Albertsdóttir 4.   Keflavíkurstúlkur mæta Haukum í bikarúrslitaleik í stúlknaflokki helgina 27-28 feb. -iþs-