Svekkjandi tap í háspennuleik hjá Snæfellsstúlkum.

Snæfellsstúlkur fóru til Keflavíkur í fyrsta leik sinn í úrslitakeppni. Þetta var leikur 1 um sæti í undaúrslitum en það þarf tvo sigra úr einvíginu. Keflavík sem lenti í 3. sæti deildarinnar fær heimaleikjaréttinn og fá oddaleikinn heima ef til þess kemur.

 

Snæfellsstúlkur sem sögðu eftir síðasta leiksinn gegn Val ætla að taka þetta á gleðinni enda komnar í fyrsta sinn í úrslit og að vanmat gæti leynst í herbúðum Keflavíkur þar sem Snæfell ætti að vera svokallað “underdog” í einvíginu. Leikurinn byrjaði mjög jafn og var alveg í járnum fyrsta hlutann sem Keflavík hafði 30-28 og allt var opið. Bryndís Guðmunds hjá Keflavík fór mikinn með 15 stig og einnig Sherell Hobbs með 10 stig hjá Snæfelli…..

Snæfellsstúlkur fóru til Keflavíkur í fyrsta leik sinn í úrslitakeppni. Þetta var leikur 1 um sæti í undaúrslitum en það þarf tvo sigra úr einvíginu. Keflavík sem lenti í 3. sæti deildarinnar fær heimaleikjaréttinn og fá oddaleikinn heima ef til þess kemur.

[mynd]

Snæfellsstúlkur sem sögðu eftir síðasta leiksinn gegn Val ætla að taka þetta á gleðinni enda komnar í fyrsta sinn í úrslit og að vanmat gæti leynst í herbúðum Keflavíkur þar sem Snæfell ætti að vera svokallað “underdog” í einvíginu. Leikurinn byrjaði mjög jafn og var alveg í járnum fyrsta hlutann sem Keflavík hafði 30-28 og allt var opið. Bryndís Guðmunds hjá Keflavík fór mikinn með 15 stig og einnig Sherell Hobbs með 10 stig hjá Snæfelli. Sherell setti strax tóninn í upphafi annars hluta með þrist og kom Snæfelli í 30-31. Snæfell leiddi svo leikhlutann hálfann fram að stöðunni 41-40 þar sem Keflavík komst fram úr. Staðan var svo 50-52 í hálfleik og annar leikhluti fór 22-22. Sherell var búin að skora 18 stig og Bryndís Guðmunds 22 stig.

 

Í þriðja hluta var ekki að sjá að annað liðið hafi verið í bikarúrslitum og hitt liðið í fallbaráttu fyrir stuttu. Snæfell jafnaði 58-58 með körfu frá Sherell og voru stúlkurnar þvílíkir töffarar í leiknum og héldu sér fast við efnið og höfðu greinilega gaman af að stríða Keflvíkingum. Birna Valgarð var sett á tréverkið með 4 villur á bakinu og Snæfell komst fljótt í 60-64 og voru í ham. Staðan var þó 67-66 eftir þriðja hluta þar sem besti leikmaður Keflavíkur í leiknum Bryndís Guðmundsdóttir kom þeim aðeins á sporið aftur.

[mynd]

Fjórði hluti hélt áfram að vera spennandi og í stöðunni 69-70 fyrir Snæfell var mikið skotið og frákastað en lítið gekk. 5 þristar voru reyndir á stuttum tíma og ekkert ofaní hjá Snæfelli, bolti tapaður hjá báðum liðum á víxl og einhver reikistefna í gangi. 73-72 var staðan þegar Keflavík tók af skarið og lagaði sinn leik nokkuð og náðu sínu taki á leiknum og komust í 80-72.  Keflavík lét forystuna ekki af hendi eftir þetta og leiddu með allt í kringum 10 stigum og enduðu á 13 stiga sigri 95-82.

 

Hjá Snæfellli var Sherell gríðarsterk með 32 stig, 6 fráköst og 4 stolnir boltar. Unnur Lára var öflug með 12 stig og 5 fráköst. Gunnhildur var einnig öflug með 10 stig, 7 frák, 4 stolna bolta.

Sara Sædal var með 8 stig og 5 frák. Hrafnhildur Sif 6 stig. Helga Hjördís 5 stig og 7 frák. Rósa 4 stig. Björg Guðrún 3 stig. Sara Mjöll 2 stig. Ellen Alfa og Hanna Rún spiluðu einnig í leiknum, náðu ekki að skora en stóðu sig vel.

 

Hjá Keflavík var Bryndis Guðmunds tilbúin í verkefnið og ef hennar hefði ekki notið við þá hfeði staðan kannksi verið önnur en hún var með 32 stig, 11 fráköst, 5 stoðs. Birna Valgarðs kom sterkari inn í síðari hlutann og gerði 20 stig í leiknum og stal 5 boltum. Kristi Smith gerði 19 stig og Pálína Gunnlaugs 12 stig.

 

Þrátt fyrir tap var þetta ábyggilega einn besti leikur Snæfells í vetur og greinilegt að þær eru að spila á gleðinni og komu pressulausar í leikinn. Það var gríðalega góður liðsandi sem gerði það greinilega að verkum að þær stríddu Keflvíkingum eins og raunin varð en þurftu því miður að sætta sig við tap og leiðinlegt að klára ekki svo flottann leik en mjög margir ljósir punktar sem hægt er að taka úr leiknum.

Tölfræði leiksins

 

Við flykkjumst svo á heimaleikinn í þessu einvígi og styðjum við bakið á stelpununm mánudaginn 8. mars kl 19:15 í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi.

 

Símon B. Hjaltalín.

myndir. Þorsteinn Eyþórsson og Karfan.is

[mynd]