Stúlknaflokkur sigruðu fjórðu og síðustu umferðina

Stúlknaflokkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu fjórðu og síðustu umferð Íslandsmótsins sem fram fór í Keflavík í Heiðarskóla helgina 13. og 14. mars.  Stelpurnar mæta KR í undanúrslitum laugardaginn 16. apríl í Smáranum þar sem úrslit íslandsmótsins fara fram.   

Baldur Þorleifsson stýrði stelpunum á laugardeginum af sinni alkunnu snilld og léku stelpurnar þá gegn KR og Njarðvík.  Ingi Þór var svo mættur í slaginn á sunnudag þegar stelpurnar léku gegn nýbökuðum bikarmeisturum Hauka og Keflavík sem höfðu unnið sér inn heimavöll með framgöngu sinni í vetur.  Í þriðju umferðinni léku stelpurnar einungis fimm en í fjórðu umferðinni var Gerður Silja Kristjánsdóttir mætt á ný í slaginn og það kunnu stöllur hennar vel að meta og hafði Snæfell því einn skiptimann til að dreifa álaginu.   

Stúlknaflokkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu fjórðu og síðustu umferð Íslandsmótsins sem fram fór í Keflavík í Heiðarskóla helgina 13. og 14. mars.  Stelpurnar mæta KR í undanúrslitum laugardaginn 16. apríl í Smáranum þar sem úrslit íslandsmótsins fara fram.