Öruggur sigur í síðasta deildarleiknum

Bikarmeistarar Skallagríms/Snæfells tóku á móti Stjörnudrengjum í síðasta deildarleik drengjaflokks en leikurinn fór fram í Borgarnesi þar sem fagnað var bikartitli strákanna með pomp og prakt. 

 

Það var aldrei spurning um hvernig leikurinn myndi enda en heimamenn hófu leikinn af miklum krafti og leiddu 28-7 og 31-9 eftir fyrsta leikhluta.  Hæðarmunurinn á liðunum var of mikill og það nýttu heimamenn sér til hins ýtrasta og skoraði Sigurður Þórarinsson 13 stig í fyrsta leikhluta.

Öruggur sigur í síðasta deildarleiknum

 

Bikarmeistarar Skallagríms/Snæfells tóku á móti Stjörnudrengjum í síðasta deildarleik drengjaflokks en leikurinn fór fram í Borgarnesi þar sem fagnað var bikartitli strákanna með pomp og prakt. 

 

Það var aldrei spurning um hvernig leikurinn myndi enda en heimamenn hófu leikinn af miklum krafti og leiddu 28-7 og 31-9 eftir fyrsta leikhluta.  Hæðarmunurinn á liðunum var of mikill og það nýttu heimamenn sér til hins ýtrasta og skoraði Sigurður Þórarinsson 13 stig í fyrsta leikhluta.  Skallagrímur/Snæfell héldu áfram að bæta við forystuna og leiddu 61-25 í hálfleik.  Í þriðja leikhluta hægðist örlítið á stigaskori heimamanna en þeir juku forystuna um tíu stig og leiddu 84-38.  Fjórði leikhluti var nokkuð jafn en allir leikmenn fengu góð tækifæri og náðu allir 12 leikmennirnir að skora stig í leiknum.  Lokatölur 108-59.

 

Skallagrímur/Snæfell enda með þrjá tapleiki en önnur lið eiga eftir tvo til fjóra leiki og því ekki hægt að sjá lokastöðuna í riðlinum.  Framundan eru 8-liða úrslit og munum við birta hvaða liði við mætum á heimasíðunni.

 

Stigaskor Skallagríms/Snæfells: Sigurður Þórarinsson 30 stig, Egill Egilsson 16, Guðni Sumarliðason 14, Birgir Þór Sverrisson og Snjólfur Björnsson 10, Sigursteinn Hálfdánarson 7, Pálmi Snær Skjaldarson 6, Trausti Eiríksson og Kristján Pétur Andrésson 4, Daníel Andri Jónsson 3, Elfar Ólafsson 2 og Birgir Pétursson 1.