KR deildameistari eftir hörkuleik.

KR mættu galvaskir til leiks í Stykkishólm og freistuðu þess að ná loks í deildameistaratitil  Iceland express deildarinnar, sem rann þeim úr greipum í síðasta leik á móti Keflavík. Fyrir leikinn var Snæfell að einbeita sér að fjórða sætinu sem gefur heimavallarétt.

 

Hlynur og Sean Burtonsson komu Snæfelli í 5-0 en KR voru ekki á því að láta þá sigla eitthvað frá sér  og komust nær 7-6. Finnur Magnússon hjá KR sótti tvær villur á Jón Ólaf (Nonna Mæju) hjá Snæfelli snemma og var erfiður til að byrja með undir körfunni. Tommy var fljótt kominn með tvær villur sem hann hefði hæglega getað sleppt…..

KR mættu galvaskir til leiks í Stykkishólm og freistuðu þess að ná loks í deildameistaratitil  Iceland express deildarinnar, sem rann þeim úr greipum í síðasta leik á móti Keflavík. Fyrir leikinn var Snæfell að einbeita sér að fjórða sætinu sem gefur heimavallarétt.

[mynd]

 

Hlynur og Sean Burtonsson komu Snæfelli í 5-0 en KR voru ekki á því að láta þá sigla eitthvað frá sér  og komust nær 7-6. Finnur Magnússon hjá KR sótti tvær villur á Jón Ólaf (Nonna Mæju) hjá Snæfelli snemma og var erfiður til að byrja með undir körfunni. Tommy var fljótt kominn með tvær villur sem hann hefði hæglega getað sleppt og fékk svo þriðju þegar 2 mín voru eftir af fyrsta hluta. Staðan var 21-17 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta en Darri Hilmars setti þrist á flautu. Enginn stórhraði var í leiknum en menn voru að hita sig upp og allt að fara í gang.

 

KR komst yfir 23-24 strax í upphafi annars hluta með stífri pressu og áttu Snæfellsmenn erfitt með að stilla upp á meðan voru KR að setja´nn. Snæfell elti fram að góðum þrist hjá Nonna Mæju 30-30 og Siggi Þorvalds setti niður tvö og víti í næstu sókn og leikurinn hnífjafn og Snæfell náði að stilla vörnina betur. Liðin skiptust á að skora og staðan var 41-41 eftir að Sean og Pavel höfðu sett sinn hvorn þristinn. Steinar Kaldal fékk dæmda á sig villu sem þar sem menn voru í hörkubaráttu um boltann undir lok fyrri hálfleiks. Í kjölfarið átti Fannar eitthvað vantalað við dómarann og KR bekkurinn fékk dæmda á sig tæknivillu. Hlynur setti niður annað víti sitt og Nonni mæju bæði fyrir tæknivilluna og Hlynur kláraði svo tvö í lokin undir körfunni og staðan 46-43 fyrir Snæfell í hálfleik og allt að gerast.

 

Hjá heimamönnum var Hlynur kominn með 12 stig og 9 fráköst. Nonni var kominn með 10 stig. Emil kominn með 9 stig og Sean Burtonsson 8 stig og 6 stoðs. Hjá KR var Morgan Lewis kominn með 11 stig og 4 fráköst. Finnur 10 stig og Pavel 7 stig og 4 fráköst.

[mynd] 

 

Tommy Johnson var ekki lengi að fá sína fjórðu villu þegar hann loks kom inn aftur í þriðja hluta eftir bekkjasetu framan af en þetta voru villur fyrir hann í einhverju veseni sem kom sér verst fyrir hann. Hann setti þó 4 stig strax og hékk aðeins inn á. Eftir að Snæfell hafði 54-47 yfir þá komu KR til baka, unnu vel í vörninni og jöfnuðu 57-57. Brynjar setti svo þrist í 60-60 eftir að Sean hafði sett einn fyrir Snæfell og bætti hann einum í safnið 63-60. Þetta var leikurinn í hnotskurn í þriðja hluta. Staðan var 67-67 fyrir loka átökin og allt að fara að skýrast í þessari viðureign.

[mynd] 

 

KR herti tökin í fjórða hluta og spiluðu betri vörn á Snæfellinga en leikurinn var hnífjafn engu að síður 68-69 þegar Pavel setti einn ískaldann í kælinn og staðan þá 68-72. Lítið var skorað framan af hlutanum en það var að byrja að hittna í húsinu þegar Brynjar hjá KR fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir F-orðið og setti Sean aðeins annað vítið niður og staðan 71-76. Brynjar var kominn með 4 villur líkt og Tommy, Pavel og Sveinn Arnar hjá Snæfelli. Snæfell jafnaði 76-76 eftir þrist frá Sigga Þ en Pavel var heitur á móti og svaraði sem og Brynjar strax á eftir. Pavel var gríðaröflugur undir lokin og hélt sínum mönnum í forystunni. Tilkynnt var þegar 2 mín voru eftir af leiknum að Grindavík hefði tapað fyrir ÍR og virtist það ekki hafa nein áhrif á leikinn. 83-86 var staðan þegar 20 sek voru eftir. Pavel setti niður 2 víti en Sean kom Snæfelli nær með megaþrist og staðan 86-88 þegar Pavel fór enn eina ferðina á línuna og setti bæði sem varð niðurstaðan 86-90 og KR landaði deildameistaratitlinum.

[mynd] 

 

Snæfellingar enduðu í 6. sæti og munu því mæta Grindavík í fyrstu umferð í úrslitum sem hafa heimavellaréttinn. KR mætir ÍR sem gerðu vel á móti Grindavík og héldu sér inni í úrslitasæti. Live stat var að stríða mönnum í Hólminum um miðjann leik og kemur nánari tölfræði í leiknum þegar gert hefur verið upp í þeim málum.

[mynd] 

 

Brynjar Björnsson var kátur eftir leik.

“Við höfðum frétt af leiknum (Grindavík-ÍR) þegar tvær og hálf mínúta voru eftir en við vildum klára leikinn og gera þetta á okkar forsendum og sterkt að klára Snæfell á útivelli fyrir úrslitakeppnina.

Varðandi mótherjana ÍR í úrslitum hafði hann þetta að segja:

“Við þurfum að hefna ófaranna fyrir tveimur árum en þar vorum við slegnir út af þeim í fyrstu umferð. Við sýndum það að við erum besta liðið svona heilt yfir og gott að geta klárað þetta og gott að hafa þennann titil. Nú þurfum við að fara að toppa þar sem deildameistaratitill þýðir ekki neitt nema við tökum þann stóra”

 

Fannar Ólafs var tekinn í sama spjall og hafði hann þetta að segja:

 

“Við ætluðum að leiðrétta okkar mistök úr síðasta leik þar sem við köstuðum þessu frá okkur og vorum mjög ákveðnir í að koma á einn erfiðasta útivöll landsins og taka sigur fyrir úrslitakeppni og ég held að við séum komnir í fljúgandi gír. Nú verður bara Reykjavíkurslagur og þeir hafa sýnt það að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin og höfum heyrt að kaninn þeirra sé sterkur og svo er Hreggviður kominn úr meiðslum þannig að þeir eru með solid lið og við komum ekki með neitt vanmat í þá baráttu”

 

Ingi Þór var að vonum svekktur eftir leikinn og hafði þetta um málið að segja sem og framhaldið.

“Við vorum ekki að spila okkar sterkasta leik núna og eigum mikið inni þó það sé slæmt að geta ekki komið því fram í svona leikjum. Við þurfum að nota vikuna vel og koma vel stemmdir inní Grindavíkurseríuna. Við eigum mikið inni sem lið en margir voru ekki að standa sig hérna en við komum sterkir inn.”

 

Símon B. Hjaltalín.

Myndir. Þorsteinn „eagle eye“ Eyþórsson

[mynd]