Snæfell leiðir 1-0 eftir ævintýralegann sigur.

Snæfell leiðir 1-0 eftir ævintýralegann 1 stigs sigur 94-95 í Grindavík. Gaman er að sjá að þetta eru nákvæmlega sömu tölur og þegar liðin mættust í nóvember í deildarleik í Grindavík en þá sigruðu Grindavíkingar 95-94 eftir framlengdann leik.

Leikur Grindavíkur og Snæfells í Röstinni í Grindavík sýndi allt það besta sem úrslitakeppnin í körfubolta hefur upp á að bjóða. Tvö frábær lið sem bæði ætluðu sér sigur og skemmtileg tilþrif hjá báðum liðum. Leikmenn virkuðu frekar stressaðir í upphafi leiks og gekk mjög illa hjá báðum liðum að skora og eftir tvær og hálfa mínútu var staðan 4-2 fyrir Grindavík. Leikmenn Snæfells fóru þó að finna taktinn og skiptu ……

Leikur Grindavíkur og Snæfells í Röstinni í Grindavík sýndi allt það besta sem úrslitakeppnin í körfubolta hefur upp á að bjóða. Tvö frábær lið sem bæði ætluðu sér sigur og skemmtileg tilþrif hjá báðum liðum.  

[mynd]

Leikmenn virkuðu frekar stressaðir í upphafi leiks og gekk mjög illa hjá báðum liðum að skora og eftir tvær og hálfa mínútu var staðan 4-2 fyrir Grindavík. Leikmenn Snæfells fóru þó að finna taktinn og skiptu bróðurlega með sér stigunum á meðan Brenton Birmingham sá um að halda Grindavík inn í leiknum og lék oft illa á Emil Þór Jóhannsson sem var að dekka hann í upphafi leiks. Brenton skoraði 9 stig af þessum 15 stigum Grindavíkur í leikhlutanum. Staðan eftir 1. leikhluta var 15-23 fyrir Snæfell sem voru að spila einstaklega vel meðan Grindvíkingar virkuðu ekki alveg tilbúnir í verkefnið.