Skotsýning Snæfells sendi Grindavík í frí.

Spennustigið var hátt í húsinu í Stykkishólmi þegar Grindavík kom í heimsókn í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum þar sem Snæfell leiddi 1-0. Grindvíkingar voru mættir með blóðbragð í munni og byrjuðu á að spila góða vörn og uppskáru með því 5-13 forystu þar sem Darrel Flake og Páll Axel voru heitir. Arnar Freyr var sem límdur á Sean Burton sem komst lítið í skotstöðu en Nonni Mæju, Sigurður Þorvalds og Emil Þór sáu um stóru körfurnar Snæfellsmeginn. Grindavík komst svo í 8-16 en þá fór snæfell í gang í vörninni og komust í 20-18 á stuttum tíma og svo 23-18 eftir risastórann frá Sean Burton…..

Spennustigið var hátt í húsinu í Stykkishólmi þegar Grindavík kom í heimsókn í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum þar sem Snæfell leiddi 1-0. Grindvíkingar voru mættir með blóðbragð í munni og byrjuðu á að spila góða vörn og uppskáru með því 5-13 forystu þar sem Darrel Flake og Páll Axel voru heitir. Arnar Freyr var sem límdur á Sean Burton sem komst lítið í skotstöðu en Nonni Mæju, Sigurður Þorvalds og Emil Þór sáu um stóru körfurnar Snæfellsmeginn. Grindavík komst svo í 8-16 en þá fór snæfell í gang í vörninni og komust í 20-18 á stuttum tíma og svo 23-18 eftir risastórann frá Sean Burton. Martins Berkis fékk svo tæknivillu fyrir að spjalla við dómarann og komust Grindvíkingar yfir 23-24 áður en flautan gall eftir fyrsta leikhluta.

[mynd]

 

Snæfell sótti á Grindavík og leiddu í öðrum hluta og setti Pálmi Freyr tvo ískalda í röð og sýndi klærnar. Páll Axel var þó ekki langt undan á móti og virtist geta sett niður hvar sem er en staðan var 40-35 fyrir Snæfell. Ómar Sævarsson fékk svo sína 3. villu sem kom honum í hvíld á bekknum. Liðin skiptust mikið á að skora og var leikurinn hraður og skemmtilegur  en Snæfell var þó alltaf skrefi á undan sem voru 2-5 stig. Snæfell komst þó með harðfylgi í 55-47 en Grindavík setti þá mikla pressu á Snæfell og náðu þeim 55-54. Grindavík átti svo boltann þegar 2 sekúndur voru eftir og tóku leikhlé. Þeir tóku svo innkast sem endaði í höndunum á sjóðheitum Páli Axel sem setti niður 3 stig og staðan 55-57 fyrir Grindavík sem átti 10-0 áhlaup.

 

Atkvæðamestu menn liðanna voru í hálfleik.

Snæfell: Hlynur 12 stig og 6 fráköst, Sigurður Þorvalds 11 stig, Sean Burton 11 stig og 5 stoðsendingar.

Grindavík: Páll Axel 22 stig, Darrell Flake 13 stig, Brenton Birmingham 12 stig.

 

Aðeins eitt stig skildi liðin að í upphafi þriðja hluta sem skiptust á að skora en Emil kom svo Snæfelli yfir 64-63 en leikurinn hnífjafn og ekkert skildi liðin að nema kannski að Grindavík fór að spila fastar og uppskar Arnar Feyr fékk óíþróttamannslega villu sem gaf Snæfelli kost á betri stöðu en staðan var 69-69 og komst Snæfell í 73-69 út frá þessu og villu á Þorleif að auki. Meðbyr var mikill hjá Snæfelli á þessum tíma punkti líkt og hjá Grindavík í lok fyrri hálfleiks og með gríðalegu harðfylgi komust heimamenn í 77-69 og voru sterkir í vörninni. Snæfell spilaði fantagóða vörn og uppskáru með því forystu í leiknum 89-75 eftir þriðja hluta og voru menn einbeittir mjög á meðan Grindavík var að ströggla í sóknum og voru seinir í skrefinu á eftir Snæfelli sem vann þriðja leikhlutann 34-18.

 

Góð nýting var hjá liðunum í leiknum og var staðan 94-85 þegar 7 mín voru eftir og Snæfell í feiknar stuði þegar Burton setti sinn 6. þrist niður og Nonni Mæju fylgdi strax á eftir með annan og staðan breyttist fljótt í 100-85 og leikhlé tekið en lítið gekk af því sem Friðrik var að setja fyrir sína menn í Grindavík. Ómar Sævars fékk sína fjórðu villu og varð alveg brjálaður og Hlynur setti svo þrist í kjölfarið þegar 4:40 voru eftir. Skotsýning Snæfells hætti ekki þegar Sigurður Þorvalds setti einn þrist og Berkis tvö til í næstu sókn. Þarna var staðan 108-85 og Snæfell búið að skora 16-0 á andlausa Grindvíkinga sem voru orðnir frekar vonlitlir og varnarleikurinn var í molum. Páll Axel var helsta haldreipi Grindavíkur en fékk ekki góð skot og 20 stiga forysta Snæfells 110-90 var einfaldlega orðið of mikið þegar mínúta var eftir. Mjög sannfærandi sigur Snæfells 110-93 varð staðreynd og 2-0 í einvíginu og Grindavík í sumarfrí.

[mynd]

 

Hjá Snæfelli var Sean Burton heitur þegar hann hrökk í gang en hann setti 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hlynur Bærings var með 23 stig og 14 fráköst, Jón Ólafur 20 stig. Sigurður Þorvalds 18 stig og 8 fráköst. Þriggja stiga nýting Snæfells var 59.4% og settu niður 19 af 32.

 

Hjá Grindavík var Páll Axel sjóðandi með 28 stig og 6 fráköst. Darrell Flake með 24 stig og 7 fráköst. Brenton 12 stig og 7 fráköst. Guðlaugur og Ómar með 10 stig hvor.

 

Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju var hress eftir leikinn en hann setti niður fjóra þrista á góðum augnablikum og var einkar léttur á fæti og hafði þetta að segja. “Þetta er náttúrulega skiljanlegt hvernig við vorum að hitta þarna í fjórða leikhluta að þeir fóru að gefast upp. Við fórum í smálægð eftir bikarleikinn og vorum að ströggla þetta en börðum okkur saman fyrir þessa rimmu og svo vex leikurinn hjá okkur bara í framhaldinu”

 

Pétur Guðmundsson aðstoðaþjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur eftir leikinn en gaf sér tíma fyrir okkur og aðspurður um stöðuna eftir miklar spár í byrjun tímabils sagði hann. “Við vorum að spila illa mest allt tímabilið og áttum leikmenn í meiðslum þó það afsaki ekki hvernig fór hérna, allir með og allt það en við spiluðum illa í vetur en tókum rispu rétt fyrir úrslitakeppnina og um það leyti sem bikarleikurinn er en það er nú þannig að sókn vinnur leik og vörn vinnur titla og við vorum ekki að spila vörn. Við náðum ekki að stoppa þá og tókum ekkert frá þeim sem skrifast á lélegann varnarleik”.

 

Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson