Oddaleikur staðreynd eftir naumt tap.

Það voru sorglegar síðustu mínúturnar þar sem KR náði að komast inn í leikinn í fjórða hluta eftir að hafa verið að elta í öðrum og þriðja hluta og knúðu fram oddleik í Vesturbænum með sigri 72-76.

Morgan Lewis opnaði leikinn eftir 2 mínútur en boltinn vildi ekki ofaní hjá liðunum sem voru með varnarleikinn í fyrirrúmi. Staðan var ennþá 0-2 fyrir KR þegar Lewis setti þrist og staðan 0-5 eftir 4 mínútur og erfið fæðing heimamanna að koma boltanum í möskvana og KR komst svo í 0-7 áður en Snæfell kom loks 2 stigum í eftir 5 mínútur…..

Morgan Lewis opnaði leikinn eftir 2 mínútur en boltinn vildi ekki ofaní hjá liðunum sem voru með varnarleikinn í fyrirrúmi. Staðan var ennþá 0-2 fyrir KR þegar Lewis setti þrist og staðan 0-5 eftir 4 mínútur og erfið fæðing heimamanna að koma boltanum í möskvana og KR komst svo í 0-7 áður en Snæfell kom loks 2 stigum í eftir 5 mínútur.

 

Varnarleikurinn var verulega stífur beggja megin en Snæfell var að klaufast heldur mikið framan af fyrsta hluta. Burton setti svo einn ískaldann eftir að Ingi hafði rætt við lið sitt. KR komst í 5-14 en Snæfell fór að komast betur inn í leikinn og náðu að klóra í 10-14 af harðfylgi en mikið “tension” var í húsinu og tölur eftir fyrsta hluta 12-16 fyrir KR sem voru pínu tilbúnari fyrstu mínúturnar.

 

Hlynur jafnaði 16-16 og allir að vakna í húsinu í upphafi annars hluta og Snæfell fór að ná stoppum á KR með stolnum boltum. Snæfell leiddi um miðjann hlutann 25-20 og fór mikið fyrir Martins Berkis í vörn og sókn á meðan Lewis hafði verið aðalnúmer KR manna. Snæfell leiddi framan af hlutanum mjög naumt og voru hressari en KR andaði alltaf í hálsmálið og staðan í hálfleik var 33-30.

 

Atkvæðamestu menn í hálfleik voru hjá Snæfelli Sigurður Þorvalds með 10 stig og 5 fráköst, Sean Burton með 9 stig og Martins Berkis með 7 stig. Hjá KR var Morgan Lewis gríðarheitur með 17 stig og 5 fráköst en næstir honum voru Fannar og Finnur með 4 stig hvor.