Keflavík fengu oddaleik.

Troðfullt var í íþróttahúsinu í Stykkishólmi í svaklegum stemmingsleik þar sem allt var undir. Þessi leikur þýddi Íslandmeistaratitill fyrir Snæfell og oddlaikur fyrir Keflavík. Staðan var 34-40 í hálfleik fyrir Keflavík sem kom til baka í öðrum hluta og leiddi svo allann leikinn eftir það og knúði fram oddaleik með hörkusigri í æsilegum leik 73-82 þar sem óvenju fáir stuðningsmenn Keflavíkur sem komu í Hólminn fóru brosandi og glaðir heim. Snæfell byrjaði á tveimur sóknarfráköstum og Ivey setti fyrstu stig leiksins en Guðjón talaði um fráköstin sem þeirra helsta löst í síðasta leik. Snæfell komst í 10-4 og voru að taka fráköstin og fengu sóknarfráköst hvað eftir annað á meðan Keflavík strögglaði í sóknum sínum og hittu illa…….

Troðfullt var í íþróttahúsinu í Stykkishólmi í svaklegum stemmingsleik þar sem allt var undir. Þessi leikur þýddi Íslandmeistaratitill fyrir Snæfell og oddlaikur fyrir Keflavík. Staðan var 34-40 í hálfleik fyrir Keflavík sem kom til baka í öðrum hluta og leiddi svo allann leikinn eftir það og knúði fram oddaleik með hörkusigri í æsilegum leik 73-82 þar sem óvenju fáir stuðningsmenn Keflavíkur sem komu í Hólminn fóru brosandi og glaðir heim. 

 

Snæfell byrjaði á tveimur sóknarfráköstum og Ivey setti fyrstu stig leiksins en Guðjón talaði um fráköstin sem þeirra helsta löst í síðasta leik. Snæfell komst í 10-4 og voru að taka fráköstin og fengu sóknarfráköst hvað eftir annað á meðan Keflavík strögglaði í sóknum sínum og hittu illa en voru að stilla uppí svæðisvörn sem skilaði litlu. Hlynur kórónaði glæsilega byrjun Snæfells með þrist í 13-6 áður Guðjón tók leikhlé en Sigurður Þorvalds og Ivey höfði sett stórar körfur einnig. Á kafla voru bæði lið að missa boltann og leikurinn að verða heldur hraðari en leikmenn réðu oft við. Staðan eftir fyrsta hluta var 19-12 fyrir Snæfell  og var Jeb Ivey kominn með 8 stig og Sigurður Þorsteins 8 stig einnig.

 

Keflavík komu hressir í annan hlutann og settu fyrtsu 5 stigin og staðan 19-17. Pálmi átti þá góðann stolinn fyrir Snæfell, Jón Nordal fékk óíþróttamannslega villu fyrir olnboga í Hlyn og Emil setti svo þrist. Bradford tróð eftir svo hraðaupphlaup en svona var leikurinn á góðumm kafla í öðrum fjórðung þar sem kippir komu í bæði lið. Keflavík komst svo yfir 23-27 eftir missheppnaða troðslu frá Martins Berkis í Snæfell og tvo þrista frá Sverri Sverrisyni. Eftir mikið hopp og hí um boltann fékk Jón Nordal slæmt högg í andlitið í baráttunni og fékk aðhlynningu hjá lækni.

 

Keflavík höfðu skorað 17-4 í leikhlutanum og voru með gríða sterka vörn þegar Jeb Ivey kom boltanum loksins í netið fyrir Snæfell en staðan var þá 26-31 fyrir Keflavík. Keflavík löguðu heilmikið fráköstin og skotnýtingu þó vítin væru 1/8 í hálfleik. Hörður Axel setti þrist á meðan Nonni Mæju svaraði en Hörður kom með einn strax á eftir og gríðalega skemmtilegur leikur og jafn var í gangi þó Keflavík leiddi í hálfleik 34-40.

 

Jeb Ivey var kominn með 13 stig fyrir Snæfell og Hlynur Bæringsson 6 stig og 6 fráköst. Emil Þór 5 stig. Hjá Keflavík var Sigurður Þorsteinsson kominn með 10 stig og  Hörður Axel 8 stig. Urule Igbavboa var kominnmeð 7 stig og 8 fráköst.

 

Keflavík var komið í 36-45 og voru stór skot ekki að detta niður hjá Snæfelli en Hörður Axel fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og blóðgaði Sigurð Þorvaldsson í leiðinni. Snæfell átti erfitt með svæðisvörn Keflavíkur og vörn almennt. Blóðugur leikur var þetta því Emil Þór hjá Snæfelli var sá þriðji til að liggja eftir. Snæfell fékk góðann meðbyr undir lok þriðja hluta þegar brotið var á Hlyn, fékk körfu og setti niður vítið, Jeb Ivey setti niður svaka þrist fljótt á eftir og Hörður Axel missti boltann eftir sóknarvillu og Snæfell rétt vann leikhlutann 24-20 en var að koma til baka en Keflavík leiddi 57-60 fyrir lokahlutann.

 

Snæfell leitaðist við að komast yfir en eltu alltaf og komust nær 61-62 en þá skorðuð Keflavík af harðfylgi 8 stig á meðan Snæfell náðu fullt af skotum en ekkert vildi niður og Keflavík áttu fráköst mörg. Martins Berkis fór svo útaf með 5 villur hjá Snæfelli. Í stöðunni 61-70 áttu Nonni Mæju og Jeb Ivey sinn hvorn þristinn sem kom Snæfelli á bragðið og staðan breyttist fljótt í 67-70 og húsið vaknaði allverulega og virkileg spenna að hlaupa í leikinn. Gunnar Einarsson fékk svo að líta sína fimmtu villu þegar 2:40 mín voru eftir og staðan 70-75 fyrir Keflavík. Þegar staðan var 72-78 fyrir Keflavík á síðustu mínútunni var hlaupið fram og til baka og fékk Snæfell stór skot sem geiguðu eftir að Keflavík missti boltann oft. Keflavík knúði fram oddaleik með sigri 73-82.

 

Jeb Ivey var stigahæstur Snæfellinga með 22 stig og 7 stoðsendingar. Hlynur var með 20 stig og 9 fráköst. Jón Ólafur setti 10 stig og tók 6 fráköst. Sigurður Þorvalds var með 9 stig og 5 fráköst. Meira framlag vantaði frá öðrumí liði Snæfells en t.a.m var Martins Berkis með einungis 3 stig og öll úr vítum en nýting hans var 0/4 í tvistum og 0/5 í þristum en hann hefur sýnt gríðalegann karakter í öðrum leikjum.

 

Hjá Keflavík var Urule Igbavboa með 20 stig og 11 fráköst. Sigurður Þorsteinsson kom sterkari frá síðasta leik og setti 18 stig 9/12 í tvistum og tók 6 fráköst. Nick Bradford var með 15 stig og 6 fráköst en Hörður Axel var einnig með 15 stig. Sverrir Þór Sverrisson kom sterkur af bekknum setti tvo góða þrista og gaf 11 stoðsendingar.

 

Oddaleikurinn fer fram á fimmtudaginn 29. apríl kl 19:15 í Keflavík og verður það án efa rosalegur leikur.

Tölfræði leiksins.

 

Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.