Siglingadeild Snæfells: Námskeið að hefjast

Siglingadeild Snæfells stendur fyrir siglinganámskeiðum í sumar líkt og undanfarin ár.  Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 14. júni kl. 9 og einnig kl. 13 eru allir 8 ára og eldri krakkar velkomnir á námskeiðin.  Útbúnaðarlista er að finna á flipanum Siglingar vinstra megin ásamt upplýsingum um verð á námskeiðunum.  

Farið er í undirstöðuatriði í siglingum, kynnt keppnisfyrirkomulag í siglingum, farið yfir öryggismál við bátana og siglingarnar og svo er auðvitað silgt alla daga.  Leiðbeinendur verða Símon Karl Sigurðarson og Benedikt Óskarsson sem báðir hafa sótt Alþjóðleg þjálfaranámskeið hjá ISAF og Siglingasambandi Íslands, auk fleiri starfsmanna sem koma að námskeiðunum.

Sú nýbreytni verður tekin upp í sumar að boðið verður upp á æfingar/námskeið fyrir 14 ára og eldri frá kl. 17 – 19 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.   Þar gefst tækifæri til að halda við og/eða læra tökin á siglingum á litlum bátum!