Laga breytingar hjá Snæfelli

Á aðalfundi Snæfells 16. maí s.l. voru gerðar nokkrar lagabreytingar. Breyting var gerð á 2. gr. d lið. Einnig var breyting gerð á 10. gr. Í ýmsum ákvæðum var 24. gr. gerð að 25. gr. þannig að 24. gr. er ný grein.

 

2. gr. d liður

Að vinna gegn allri tóbaksnotkun, neyslu áfengis og annarra skaðnauta.

 

10. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að veita félagsmanni tiltal, áminningu eða víkja honum úr félaginu hafi hann sannanlega í orði eða verki unnið gegn félaginu eða markmiðum þess og siðareglum. Áður skal siðanefnd skipuð af stjórn taka til meðferðar mál viðkomandi félagsmanns og leggja fram tillögur um aðgerðir til stjórnar ef þörf er á. Nefndinni er heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði eða eftir ábendingu stjórna einstakra deilda eða félagsmanna. Stjórn skal veita félagsmanni andmælarétt áður en tiltal, áminning, tímabundin brottvikning eða brottrekstur er ákvörðuð. Komi til brottvikningar eða brottreksturs getur félagsmaður skotið málum til aðalfundar félagsins.

 

24. gr.

Aga- og siðanefnd félagsins er tilnefnd á aðalfundi félagsins til eins árs í senn. Hún skal skipuð formanni ásamt 4 öðrum aðilum, tveimur af hvoru kyni sem ekki eru tengdir stjórnum félagsins. Kjósa skal tvo varamenn, einn af hvoru kyni. Komi upp mál sem vísað er til nefndarinnar hefur formaður og stjórn viðkomandi deildar sem málið tengist, rétt á að koma á fund með aga- og siðanefnd og koma skoðunum þeirra á framfæri. Hvorki formaður né stjórnarmenn skulu sitja fund þar sem endanleg niðurstaða er rædd og tekin. Við meðferð máls er nefndinni heimilt að leita sér upplýsinga eða aðstoðar utan félagsins um hvað eina sem má verða til að upplýsa um málavexti. Nefndin skal hafa siðareglur félagsins til hliðsjónar þegar mál eru tekin fyrir. Aðila skal ávallt gefinn kostur á að koma að sínu sjónarmiði áður en mál er tekið til afgreiðslu.