Snæfelsliðin fóru með sigra í farteskinu frá Hveragerði

Mfl karla og kvenna voru í Hveragerði og áttu æfingaleiki við Hamarsliðin. Skemmst er frá því að segja að Snæfellsliðin sigruðu sína leiki……

Kvennaliðið:
 
Snæfellsstúlkurnar hófu leikinn gegn heimastúlkum í Hamar vel og skoruðu sjö fyrstu stigin og höfðu forystu 4-14 eftir nokkurra mínútna leik.  Leikurinn jafnaðist og staðan eftir fyrsta leikhluta 17-21.  Jamie Braun var atkvæðamikil ásamt Björg Guðrúnu.  Snæfellsstúlkur skoruðu 3-9 í upphafi annars leikhluta og leiddu mest 26-39 í öðrum leikhluta.

 
Allar stúlkur tóku virkan þátt í leiknum og leiddu Snæfell 30-42 í hálfleik.  Slavica sem hafði skorað 4 stig í fyrri hálfleik hresstist og skoraði 11 stig í leikhlutanum á meðan stigaskorið gekk brösulega hjá Snæfell.  Staðan eftir þrjá leikhluta 46-52.  Snæfellsstúlkur með flottar körfur frá Hrafnhildi, Hildi og Rósu komust í 50-61 þegar um 7 mínútur voru eftir af leiknum.
 

Slavica fór sterkt á körfuna og fékk mörg vítaskot í leikhlutanum sem hún nýtti vel, hún minnkaði muninn í 57-61 en Björg Guðrún var öryggið uppmálað á vítalínunni og kom Snæfell í 57-63.  Íris Hamarsstúlka setti niður tvö víti og staðan 59-63 og um ein mínúta eftir af leiknum.  Snæfell tókst ekki í tvígang að skora en Slavica setti niður þrist og staðan 62-63.  Bæði lið fengu fín tækifæri í lokin til að skora en skot þeirra geiguðu og lokatölur 62-63 Snæfell í vil.
 

Stigaskor Hamars: Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Fanney ? 11, Jenný Harðardóttir 2, Slavica 23, Marin ? 4, Íris ? 7 og Kristrún 10.
 

Stigaskor Snæfells: Jamie Braun 16, Björg Guðrún Einarsdóttir 13, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 8, Inga Muciniece 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 7, Rósa Indriðadóttir 7 og Berglind Gunnarsdóttir 4.  Aníta Rún Sæþórsdóttir lék en skoraði ekki.  Sara Mjöll Magnúsdóttir lék ekki með í dag.
 
 

Karlaliðið
 

Hamarsmenn hófu leikinn með Ragnar Nathanelsson í fararbroddi mjög sterkt og leiddu 10-3 eftir tæplega 3 mínútna leik.  0-13 kafli Snæfellinga kom þeim yfir og var Snæfellsliðið að hitta gríðarlega vel.  Sex þristar í leikhlutanum skilaði þeim 22-35 forystu eftir fyrsta leikhluta.  Jón Ólafur raðaði niður fjórum þristum í leikhlutanum og var sjóðandi.  Hamarsmenn börðust vel en Snæfell var skrefinu á undan og settu muninn í 27 stig í hálfleik 42-69.
 

Allir leikmenn Snæfells voru að hitta vel, Kristján Pétur Andrésson kom sjóðandi heitur af bekknum og negldi niður þremur þristum á stuttum tíma.  Í þriðja leikhluta héldu Snæfellingar áfram að raða niður og var áfram vel tekið á því, allir leikmenn fengu góð tækifæri og staðan 65-96 eftir þriðja leikhluta.  Sjö stig í röð frá Hamar í upphafi fjórða leikhluta voru ekki nóg til að ógna forystu gestanna og léku þeir mjög vel í þessum leik og lokatölur 80-126.
 

Stigaskor Hamarsmanna: Darri Hilmarsson 19 stig, Nerijus 9, Ellert Arnarson, Ragnar Nathanelsson og Hilmar Guðjónsson 8, Bjarni Lárusson 6, Kjartan Kárason 5, Snorri Þorvaldsson 3, Bjartmar Halldórsson og Darrel Lewis 2.
 
 

Stigaskor Snæfells: Sean Burton 26 stig, Ryan Amoroso 22, Emil Þór Jóhannsson 21, Jón Ólafur Jónsson 17, Kristján Pétur Andrésson 13, Atli Rafn Hreinsson 10, Egill Egilsson 7, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Snjólfur Björnsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 3 og lék Guðni Sumarliðason án þess að skora.
 
 

Framundan er Poweradebikarinn, en Íslands- og bikarmeistarar Snæfells sitja hjá í fyrstu umferð keppninnar.  Þeir mæta hinsvegar sigurvegurum í leik ÍR og Fjölnis.  Leikurinn fer fram í Íþróttahúsi Stykkishólms sunnudaginn 19. september klukkan 19:15.
 
iþs