Snæfell úr leik í Lengjubikar kvenna.

Snæfellsstúlkur duttu úr Langjubikarkeppninni eftir tap gegn Keflavík á föstd. sl. Jamie Braun opnaði stigaskorið í leiknum í gær með þrist, Snæfellsstúlkur voru dálítið stressaðar og eins og hjá leikurum var líkt og sviðsskrekkur væri í gangi.  Hann hvarf í stöðunni….

Jamie Braun opnaði stigaskorið í leiknum í gær með þrist, Snæfellsstúlkur voru dálítið stressaðar og eins og hjá leikurum var líkt og sviðsskrekkur væri í gangi.  Hann hvarf í stöðunni 14-3 og leiddu Keflvíkingar 18-12 eftir fyrsta leikhluta.  Í öðrum leikhluta náðu stelpurnar að vinna upp tíu stiga forskot 28-18 og var staðan í hálfleik 35-33 heimastúlkum í vil. 
 
 
Jafnt var á flestum tölum í þriðja leikhluta en Birna Valgarðs og Bryndís Guðmunds voru Snæfellsstúlkum erfiðar, staðan eftir þrjá leikhluta 51-47.  Inga Muciniece sýndi skemmtilega takta undir körfunni og er gríðarlega vaxandi leikmaður líkt og allt Snæfellssliðið sem hefur á að skipa ungu og skemmtilegu liði. Rósa Indriðadóttir lék ekki með liðinu í gær en verður kominn aftur í slaginn eftir um það bil þrjár vikur. 
 
 
Í fjórða leikhluta gerðu Snæfellsstúlkur sig sekar um mistök og þau nýttu Keflvíkingar sér vel og voru komnar 14 stigum yfir 62-48.  Hildur Björg, Björg Guðrún og Berglind komu muninum niður í sjö stig en svæðisvörnin lak og Keflavíkurstúlkur kláruðu leikinn með tveimur þriggjastiga skotum.  Lokatölur 74-59. 
 
 
Keflavíkurstúlkur mæta Hamar í undanúrslitum en þær unnu Njarðvík 81-50.
 
 
Stigaskor Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 20 stig, Bryndís Guðmundsdóttir 19, Jackie Adamskick 14, Pálína Gunnlaugsdóttir 12 og þær Marín Karls, Hrund Jóhanns og Ingibjörg Jakobsdóttir skoruðu 3 stig hver.
 
 
Stigaskor Snæfells: Inga Muciniece 16 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir og Jamie Marie Braun 11, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Berglind Gunnarsdóttir 6 og Sara Mjöll Magnúsdóttir 5.  Ellen Alfa Högnadóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir léku allar en náðu ekki að skora.
 
 
Framundan hjá stelpunum eru æfingaleikir þar sem þær ætla að halda áfram að bæta sig sem einstaklingar og einnig sem liðsheild.