Snæfell missti niður leik sinn í seinni hálfleik.

Njarðvík gerði góða ferð í Hólminn og fóru með stig þaðan í dag eftir 77-68 sigur á Snæfelli. Snæfell hafði undirtökin í leiknum framan af en í seinni hálfleik minnkaði allt flæði í leik þeirra á meðan Njarðvík gekk á lagið og unnu t.d. fjórða leikhluta 27-13 á meðan Snæfell missti boltann of mikið og fengu stór skot á sig.

Leikurinn byrjaði rólega í skori en nokkuð hlaupið þó. Staðan eftir fyrstu 5 mín var 6-8 fyrir Njarðvík en Snæfell fékk fullt af góðum skotum sem duttu ekki. Snæfell lagaði sig þó til eftir leikhlé og komust yfir 12-10…..

Njarðvík gerði góða ferð í Hólminn og fóru með stig þaðan í dag eftir 77-68 sigur á Snæfelli. Snæfell hafði undirtökin í leiknum framan af en í seinni hálfleik minnkaði allt flæði í leik þeirra á meðan Njarðvík gekk á lagið og unnu t.d. fjórða leikhluta 27-13 á meðan Snæfell missti boltann of mikið og fengu stór skot á sig.

Leikurinn byrjaði rólega í skori en nokkuð hlaupið þó. Staðan eftir fyrstu 5 mín var 6-8 fyrir Njarðvík en Snæfell fékk fullt af góðum skotum sem duttu ekki. Snæfell lagaði sig þó til eftir leikhlé og komust yfir 12-10 en leikurinn var einkar jafn í fyrsta leikhluta. Dita hjá Njarðvik og Inga hjá Snæfelli voru í aðalhlutverki í skorun liðanna. Staðan eftir fyrsta hluta var 17-12 fyrir Snæfell.

Snæfell komst fljótt í 28-16 og voru heldur skipulagaðri en í byrjun en undir lokin hleyptu þær leiknum upp og Njarðvík komst betur inní leikinn og náðu að læðast nær 34-30. Staðan í hálfleik var 37-30 fyrir Snæfell. Fyrir Snæfell var Inga komin með 14 stig og 10 fráköst, Jamie 8 stig og Björg 6 stig. Hjá Njarðvík var Dita komin með 9 stig, 10 frák. Shayla Fields 7 stig og Heiða Valdemarsd 5 stig.

Dita Liepkalne skaut Njarðvíkurstúlkum inn í leikinn með góðum 5 stigum og voru þær að draga á Snæfell um miðjann þriðja hluta þegar staðan var 45-40 en það var oft eins og það væri ekki lengra sem það næði hjá Njarðvík og Snæfell komst strax í 52-40. Í þriðja fjórðung var leikurinn sveiflukenndur og í járnum þegar Njarðvík sótti með látum og staðan breyttist hratt í 52-50. Snæfell gerðust sekar um lélegar sendingar og lítið flæði í sóknarleiknum. Fyrir lokahlutan var staðan 55-50.

Njarðvík voru komnar tilbaka og voru rétt um tveimur stigum á eftir framan af fjórða hluta. Hildur Björg fór útaf með 5 villur og var það skarð fyrir Snæfell þegar staðan var 60-59 og 5 mín voru eftir. Eyrún Líf kom Njarðvík yfir 60-62 með góðum þrist og Snæfell var að missa tökin á leik sínum og hver sóknin fjaraði út. Ólöf Helga og Dita Liepkalne drógu lið Njarðvíkur áfram og voru yfir 71-66 þegar 1:30 voru eftir og lítið virtist geta breytt leiknum úr þessu og Shayla Fields kláraði þetta á vítalínunni.  Njarðvíkurstúlkur fóru svo með góðann sigur úr Hólminum 68-77.

Stigaskor liðanna.

Snæfell:
Jamie Braun 25/8 frák/5stoðs, Inga Muciniece 16/17 frák, Björg Guðrún 14 stig, Hrafnhildur Sif 5 stig, Hildur Björg 4 stig, Helga Hjördís 3 stig, Berglind Gunnars 1 stig, Ellen, Aníta, Sara Mjöll og Rósa skoruðu ekki.

Njarðvík:
Dita Liepkalne 26/15 frák/5 stoðs, Shayla Fields 16/6 frák/6 stoðs, Ólöf Helga 12/7 frák, Árnína Lena 6 stig, Heiða og Ína María 5 stig hvor, Eyrún Líf og Erna 3 stig hvor, Dagmar 1 stig, Jóna, Emelía og Ásdís skoruðu ekki.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Steinar Orri Sigurðsson.


Símon B. Hjaltalín.