Góður sigur á KR/Fjölnir í unglingaflokk kvenna.

Fyrsti leikurinn á Íslandsmótinu í unglingaflokki kvenna fór fram fimmtudagskvöldið 14. október í íþróttahúsinu í Stykkishólmi.  Snæfellsstúlkur sigruðu KR/Fjölni 71-45 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 29-19.  Stigahæst í liði Snæfells var Ellen Alfa Högnadóttir með 16 stig.
 
Snæfellsstelpur voru sterkari aðilinn allann leikinn og leiddu strax í upphafi með tíu stigum en eftir það hélst leikurinn jafn …..

Fyrsti leikurinn á Íslandsmótinu í unglingaflokki kvenna fór fram fimmtudagskvöldið 14. október í íþróttahúsinu í Stykkishólmi.  Snæfellsstúlkur sigruðu KR/Fjölni 71-45 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 29-19.  Stigahæst í liði Snæfells var Ellen Alfa Högnadóttir með 16 stig.

 
Snæfellsstelpur voru sterkari aðilinn allann leikinn og leiddu strax í upphafi með tíu stigum en eftir það hélst leikurinn jafn munurinn 8-10 stig.  Snæfell þvinguðu KR/Fjölni í 22 tapaða bolta í fyrri hálfleik en voru sjálfum sér verstar við að nýta færin sem þær fengu uppúr þeirra vörn.  Staðan eftir fyrsta leikhluta 18-8 og í hálfleik 29-19.  Stelpurnar tóku sig vel til í þriðja leikhluta og sýndu mikla yfirburði, það kviknaði í Ellen sem setti tíu stig á mjög stuttum tíma og unnu Snæfellsstúlkur leikhlutann 23-9, staðan eftir þrjá leikhluta 52-28.  Fjórði leikhluti var jafn og lokatölur 71-45.

 
Stigaskor Snæfells: